Styrkir til íþrótta- og tómstundafélaga á Akranesi

Opnað hefur verið fyrir styrkumsóknir til íþrótta- og tómstundafélaga á Akranesi vegna starfs síðasta árs. Markmið styrkjanna er að styðja virk íþrótta- og tómstundafélög í bænum til að halda uppi íþrótta-, félags- og tómstundastarfi fyrir börn og unglinga. Eru styrkirnir veittir til þjálfunar og leiðsagnar barna og unglinga á aldrinum þriggja til 18 ára. Heildarverðmæti styrkjanna nemur 10,9 milljónum króna. Forsvarsmenn íþrótta- og tómstundafélaga geta sótt um rafrænt á vefsíðu Akraneskaupstaðar eða í þjónustuveri bæjarins að Stillholti 16-18. Umsóknarfrestur er til 26. maí næstkomandi og einu skilyrði umsóknar er að viðkomandi félag hafi starfað í tvö ár og staðið skil á öllum lögformlegum skyldum sínum.

Líkar þetta

Fleiri fréttir