Efri röð: Róbert Wessmann forstjóri Alvogen, Hildur Björk Hilmarsdóttir sviðsstjóri hjá RKÍ, Nína Helgadóttir verkefnastjóri hjá RKÍ, Halldór Kristmannsson framkvæmdastjóri hjá Alvogen, Neðri röð: Linda Björk Hilmarsdóttir sölustjóri The Color Run, Kristín S. Hjálmtýsdóttir framkvæmdastjóri RKÍ og Margrét Vala Marteinsdóttir, forstöðumaður Reykjadals.

Litahlaupið og Alvogen styrkja góðgerðarfélög

Samfélagssjóður The Color Run og lyfjafyrirtækisins Alvogen veitir tveimur íslenskum góðgerðarfélögum styrk í tengslum við litahlaupið sem haldið verður í miðbæ Reykjavíkur 11. júní næstkomandi. Sex milljónum króna verður úthlutað til Rauða krossins og Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra vegna verkefna sem tengjast réttindum og velferð barna á Íslandi. Samfélagssjóðurinn var stofnaður á síðasta ári þegar The Color Run var haldið í fyrsta sinn hér á landi. Um tíu þúsund manns tóku þá þátt í viðburðinum en von er á enn fleiri þátttakendum á þessu ári og hefur fjárhæð styrksins verið hækkuð úr fimm í sex milljónir króna. UNICEF, Rauði krossinn og Íþróttasambands fatlaðra hlutu styrk á síðasta ári.

-fréttatilkynning

Líkar þetta

Fleiri fréttir