
Litahlaupið og Alvogen styrkja góðgerðarfélög
Samfélagssjóður The Color Run og lyfjafyrirtækisins Alvogen veitir tveimur íslenskum góðgerðarfélögum styrk í tengslum við litahlaupið sem haldið verður í miðbæ Reykjavíkur 11. júní næstkomandi. Sex milljónum króna verður úthlutað til Rauða krossins og Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra vegna verkefna sem tengjast réttindum og velferð barna á Íslandi. Samfélagssjóðurinn var stofnaður á síðasta ári þegar The Color Run var haldið í fyrsta sinn hér á landi. Um tíu þúsund manns tóku þá þátt í viðburðinum en von er á enn fleiri þátttakendum á þessu ári og hefur fjárhæð styrksins verið hækkuð úr fimm í sex milljónir króna. UNICEF, Rauði krossinn og Íþróttasambands fatlaðra hlutu styrk á síðasta ári.
-fréttatilkynning