Helga Möller að frumflytja verkið. Ljósm. sm.

Frumflutti Tegami-bréfið

 

Á helgistund í Hjarðarholtskirkju í Dölum fyrr í þessum mánuði frumflutti Helga Möller söngkona lagið Tegami-bréfið eftir japanska tónlistarmanninn Ryoichi Higuchi við texta Þorsteins Eggertssonar. Tegami-bréfið er boðskapur um ást og virðingu fyrir fullorðnu fólki og biðlar það til okkar að sýna fólkinu okkar virðingu á efri árum. Listamaðurinn Ryoichi Higuchi hefur flutt Tegami-bréfið í 147 borgum í Japan og stefnir á að dreifa því víða um heim. Fyrsti áfangastaður er Ísland þar sem Helga Möller tók að sér að dreifa Tegami-bréfinu í söng til þjóðarinnar. Í athöfninni flutti kirkjukór Dalaprestakalls einnig ýmis vorljóð eftir Dalaskáld undir stjórn Halldórs Þ. Þórðarsonar og bauð kórinn upp á kaffiveitingar að athöfn lokinni.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Með sjaldgæfan blóðtappa

Skagamaðurinn Oliver Stefánsson, sonur Stefáns Þórs Þórðarsonar og Magneu Guðlaugsdóttur, og varnarmaður sænska úrvalsdeildarfélagsins Norrköping, verður frá næsta hálfa árið... Lesa meira