Helga Möller að frumflytja verkið. Ljósm. sm.

Frumflutti Tegami-bréfið

 

Á helgistund í Hjarðarholtskirkju í Dölum fyrr í þessum mánuði frumflutti Helga Möller söngkona lagið Tegami-bréfið eftir japanska tónlistarmanninn Ryoichi Higuchi við texta Þorsteins Eggertssonar. Tegami-bréfið er boðskapur um ást og virðingu fyrir fullorðnu fólki og biðlar það til okkar að sýna fólkinu okkar virðingu á efri árum. Listamaðurinn Ryoichi Higuchi hefur flutt Tegami-bréfið í 147 borgum í Japan og stefnir á að dreifa því víða um heim. Fyrsti áfangastaður er Ísland þar sem Helga Möller tók að sér að dreifa Tegami-bréfinu í söng til þjóðarinnar. Í athöfninni flutti kirkjukór Dalaprestakalls einnig ýmis vorljóð eftir Dalaskáld undir stjórn Halldórs Þ. Þórðarsonar og bauð kórinn upp á kaffiveitingar að athöfn lokinni.

Líkar þetta

Fleiri fréttir