Vesturlandsslagur í boltanum í kvöld

Skagamenn leggja land undir fót og heimsækja nágranna sína í Víkingi í Ólafsvík í kvöld.  Búast má við hörkuleik í þessu Vesturlandsslag en Víkingur hefur farið vel af stað í deildinni og eru með sjö stig eftir þrjá leiki á meðan Skagamenn eru með þrjú stig.  Nokkuð er um meiðsli í leikmannahópi beggja liða. Leikurinn hefst klukkan 20 og verður sjónvarpað á Stöð-2.

 

 

Líkar þetta

Fleiri fréttir