Iain Williamson til liðs við ÍA

ÍA hefur fengið Skotann Iain James Williamson að láni frá Víkingi Reykjavík. Iain er leikreyndur 28 ára miðjumaður sem hefur spilað með Grindavík, Val og Víking hér á landi og skosku liðunum Dunfermline og Raith Rovers. Arnar Már Guðjónsson miðjumaður ÍA meiddist í leiknum gegn Fjölni en auk hans hefur Hallur Flosason átt við meiðsli að stríða og það er ástæðan fyrir því að félagið gekk frá samningum við Víking um lán á Williamsson. Haraldur Ingólfsson framkvæmdastjóri KFÍA segir að Iain verði góð viðbót í leikmannahóp ÍA og væntir mikils af honum.

Meðfylgjandi mynd var tekin í dag af Iain og Gunnlaugi Jónssyni þjálfara eftir undirritun samingsins. Iain mætti þá á sína fyrstu æfingu með ÍA og á að vera kominn með leikheimild fyrir nágrannaslaginn við Víking Ó á morgun, mánudag.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Með sjaldgæfan blóðtappa

Skagamaðurinn Oliver Stefánsson, sonur Stefáns Þórs Þórðarsonar og Magneu Guðlaugsdóttur, og varnarmaður sænska úrvalsdeildarfélagsins Norrköping, verður frá næsta hálfa árið... Lesa meira