Valdís Þóra í toppbaráttunni á Spáni

Kylfingurinn Valdís Þóra Jónsdóttir úr Golfklúbbnum Leyni á Akranesi leikur um þessar mundir á LET Access atvinnumótaröðinni á Spáni, sem er næststerkasta atvinnumótaröð kvenna í Evrópu. Er þetta fyrsta mót Valdísar á þessu tímabili á LET Access mótaröðinni, sem er næststerkasta atvinnumótaröð kvenna í Evrópu. Hún fór í aðgerð í febrúar vegna álagsmeiðsla í þumalfingri.

Valdís lék fyrsta hring mótsins á 66 höggum, eða tveimur undir pari vallarins og annan hringinn á 67 höggum, einu undir pari. Sem stendur er Valdís í 3. sæti mótsins á þremur undir pari samanlagt, einu höggi á eftir tveimur efstu keppendunum fyrir síðari tvo hringi mótsins.

Á sömu mótaröð leikur einnig Ólafía Þórunn Kristjánsdóttir úr Golfklúbbi Reykjavíkur. Hún lék fyrsta hringinn á pari vallarins, 68 höggum og annan hringinn á 70 höggum, eða tveimur yfir pari. Samanlagt er Ólafía því á tveimur höggum yfir pari eftir fyrstu tvo hringina og situr sem stendur í 23. sæti.

 

 

Líkar þetta

Fleiri fréttir