Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra og Grímur Sæmundsen framkvæmdastjóri Bláa lónsins.

Bláa lónið kostar meðferðarúrræði við psoriasis

Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) og Bláa Lónið hf. hafa gert með sér samning sem felur í sér að hér eftir mun Bláa lónið veita íslenskum psoriasissjúklingum meðferð þeim að kostnaðarlausu og án opinberrar greiðsluþátttöku. Heilbrigðisráðherra staðfesti samninginn í vikunni. Bláa Lónið hefur frá árinu 1994 veitt  meðferð við psoriasis. Meðferðin er viðurkennd af íslenskum heilbrigðisyfirvöldum sem  meðferðarvalkostur og hafa Sjúkratryggingar greitt meðferðina fyrir þá sem eru sjúkratryggðir hér á landi. Eigendur og stjórnendur Bláa Lónsins hafa nú tekið þá ákvörðun að kosta meðferðina alfarið án opinberrar greiðsluþátttöku eða innheimtu gjalds af sjúklingunum.

 

 

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Krufning í FSN

Nemendur í Fjölbrautaskóla Snæfellinga í Grundarfirði voru önnum kafnir í einni skólastofunni í síðustu viku er fréttaritara Skessuhorns bar að... Lesa meira