Sigtryggur Arnar Björnsson, Davíð Ásgeirsson og Hjalti Ásberg Þorleifsson eru meðal þeirra ellefu leikmanna sem endurnýjuðu samninga sína við Skallagrím. Hér eru þeir ásamt Arnari Víði Jónssyni, formanni kkd. Skallagríms. Ljósm. Skallagrímur.

Ellefu samningar endurnýjaðir

Skallagrímur tryggði sér sem kunnugt er sæti í Domino‘s deild karla í körfuknattleik á nýjan leik eftir sigur á Fjölni í úrslitaviðureigninni. Körfuknattleiksdeild Skallagríms hefur nú endurnýjað samninga við hvorki fleiri né færri en ellefu leikmenn sem léku með liðinu á nýliðnu keppnistímabili. Skrifað var undir samningana í veitingahúsinu Englendingavík í Borgarnesi á dögunum.

Leikmennirnir sem hafa endurnýjað samninga sína eru bræðurnir Kristófer Már og Guðbjartur Máni Gíslasynir, Sigtryggur Arnar Björnsson, Davíð Ásgeirsson, Hjalti Ásberg Þorleifsson, Einar Benedikt Jónsson, Elías Björn Björnsson, Atli Aðalsteinsson, Þorsteinn Þórarinsson, Kristján Örn Ómarsson, Arnar Smári Bjarnason, Sumarliði Páll Sigurbergsson og Bjarni Guðmann Jónsson.

Arnar Víðir Jónsson, formaður körfuknattleiksdeildar. Skallagríms, var að vonum hæstánægður með samningana, en lögð var áhersla á það eftir tímabilið að halda ungum og efnilegum leikmönnum liðsins. „Við viljum halda áfram okkar góða starfi og byggja lið til framtíðar á góðum kjarna uppalinna leikmanna,“ segir Arnar í samtali við Skessuhorn. „Framtíðin er björt hjá Skallagrími,“ bætir hann við.

Líkar þetta

Fleiri fréttir