Lárus Sighvatsson

Segir starf skólans hafa verið farsælt og vel staðið á bakvið það

Lárus Sighvatsson lætur af störfum sem skólastjóri Tónlistarskólans á Akranesi þegar kennslu lýkur nú í vor. Hann hefur gegnt stöðunni í rúmlega þrjá áratugi. „Ég flutti á Akranes 1981 og fór að kenna í tónlistarskólanum, þangað sem ég var ráðinn sem blásarakennari. Ég tók síðan við af Jóni Karli Einarssyni sem skólastjóri fjórum árum síðar,“ segir Lárus í samtali við Skessuhorn. Hann segist hafa átt þess kost láta af störfum á síðasta ári, í samræmi við 95 ára regluna, en ákveðið að vera eitt ár til viðbótar. „Ég tók við sem skólastjóri á 30 ára afmæli skólans og það var kannski hálfgert egóflipp að mér fannst ég þurfa að klára 60 ára afmælið sem var í fyrra,“ segir hann og hlær við.

Lárus segir að ýmislegt hafi breyst á þeim tíma sem hann hefur verið skólastjóri tónlistarskólans. Fyrst flýgur honum í hug húsnæðismál skólans. „Þegar ég kom 1981 var kennt á Skólabraut 22. Á efstu hæð í því húsi þar sem þá var verslunin Bjarg á jarðhæðinni,“ segir hann og bætir því við að skólinn hafi einnig haft aðstöðu í Sjálfstæðishúsinu á Heiðarbraut. „Það var bara íbúð með tveimur herbergjum og rennihurð á milli,“ segir Lárus og bætir því við að aðstaðan hafi engan veginn verið fullnægjandi. „Ég man að við vorum að kenna þar oft á sama tíma ég og Andrés Helgason. Æfingarnar hljómuðu eins og keppni í því hvort herbergið gæti búið til meiri hávaða,“ segir hann og brosir.

 

Sjá viðtal við Lárus í Skessuhorni vikunnar.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Krufning í FSN

Nemendur í Fjölbrautaskóla Snæfellinga í Grundarfirði voru önnum kafnir í einni skólastofunni í síðustu viku er fréttaritara Skessuhorns bar að... Lesa meira