
Leikið í Pepsi deild karla í kvöld
Fimm leikir fara fram í Pepsi deild karla í knattspyrnu í kvöld.
Víkingur Ó. mætir ÍBV á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum. Sá leikur hefst kl. 18:00. Ólafsvíkingar hafa fullt hús stiga eftir tvo leiki en Eyjamenn hafa unnið einn og tapað einum.
ÍA mætir Fjölni á Akranesvelli í fyrsta heimaleik sumarsins. Hefst hann kl. 19:15.
Skagamenn eru stigalausir eftir tvo leiki en Fjölnir hefur unnið báða leiki sína.
Aðrir leikir umferðarinnar eru:
Stjarnan – Þróttur R. kl. 19:15
Valur – Fylkir kl. 19:15
KR – FH kl. 20:00
Þriðju umferð lýkur síðan á morgun þegar Breiðablik tekur á móti Víkingi R. á Kópavogsvelli klukkan 20:00.