Gunnhildur Gunnarsdóttir skömmu eftir að hún skrifaði undir nýjan samning við Snæfell. Ljósm. snaefell.is.

Gunnhildur verður áfram hjá Snæfelli

Gunnhildur Gunnarsdóttir hefur endurnýjað samning sinn við Snæfell og mun því leika með liðinu í Domino‘s deild kvenna næsta vetur.

Gunnhildur var fyrirliði Snæfells á nýliðnu keppnistímabili og lyfti með því bæði Íslands- og bikarmeistaratitlinum. Hún var að tímabilinu loknu valin í úrvalslið Domino‘s deildarinnar auk þess sem hún var útnefnd besti varnarmaður deildarinnar.

Í viðtali við Skessuhorn sem birt var miðvikudaginn 2. maí sagðist Gunnhildur ætla að vera áfram í Stykkishólmi. Þarf því ekki að koma á óvart að hún hafi endurnýjað samning sinn við liðið. „Það er ótrúlega ljúft að spila fyrir Snæfell. Við erum með flottan hóp, þjálfara, stjórn og geggjaða stuðningsmenn,“ sagði Gunnhildur í viðtalinu.

Líkar þetta

Tengdar fréttir

Fleiri fréttir

Með sjaldgæfan blóðtappa

Skagamaðurinn Oliver Stefánsson, sonur Stefáns Þórs Þórðarsonar og Magneu Guðlaugsdóttur, og varnarmaður sænska úrvalsdeildarfélagsins Norrköping, verður frá næsta hálfa árið... Lesa meira