Þórður Þórðarson þjálfari.

„Stelpurnar eru búnar að æfa rosalega vel í vetur og eiga lof skilið“

Boltinn rúllar af stað í Pepsi deild kvenna í knattspyrnu í dag, miðvikudaginn 11. maí, með fjórum leikjum. ÍA leikur sinn fyrsta leik í deild þeirra bestu laugardaginn 14. maí gegn FH á Akranesvelli. ÍA lið kvenna tryggði sér sem kunnugt er sæti í deild þeirra bestu á nýjan leik síðasta sumar. Liðinu óx ásmegin eftir því sem leið á síðasta tímabil. Lyfti það á endanum deildarmeistaratitli 1. deildar eftir sigur á FH í úrslitaleiknum. En síðan þá hefur ýmislegt breyst. Margir þeirra leikmanna sem lyftu bikarnum síðasta haust eru horfnir á braut og ljóst að framundan er erfitt verkefni. Skessuhorn ræddi við Þórð Þórðarson, þjálfara liðsins, sem kveðst hvergi banginn og segir liðið ætla að halda sér í deild þeirra bestu. „Mér líst vel á komandi sumar. Þetta verður erfitt en jafnframt mjög skemmtilegt,“ segir Þórður í samtali við Skessuhorn. Hann segir liðið stefna að því að halda sæti sínu í deildinni. „Markmið okkar númer eitt, tvö og þrjú er að vera áfram með meistaraflokk kvenna í efstu deild árið 2017,“ segir Þórður.

Stelpurnar eru búnar að æfa rosalega vel_3

Nánar er rætt við Þórð í Skessuhorni vikunnar sem kom út í dag.

 

 

Líkar þetta

Fleiri fréttir