Sprengju-Kata gerði m.a. froðusprengju með fílatannkremi. Ljósm. sm.

Háskólalestin kom við í Búðardal

Háskólalestin mætti í Auðarskóla í Búðardal á föstudaginn og bauð upp á valin námskeið úr Háskóla unga fólksins fyrir unglingadeildirnar í Auðarskóla og á Reykhólum. Unnið var í stöðvum en alls voru sjö kennslustofur nýttar í stöðvavinnuna. Á laugardaginn var svo vísindaveisla í félagsheimilinu Dalabúð þar sem almenningi bauðst að spreyta sig á hinum ýmsu þrautum auk þess sem starfsfólk lestarinnar var með sýnitilraunir. Til að mynda var framkvæmd einhvers konar froðusprengja og blásið í blöðru með hjálp örbylgjuofns. Í Auðarskóla var svo búið að koma fyrir stóru stjörnutjaldi en þar gátu gestir notið ferðalags um himingeiminn með góðri leiðsögn stjörnufræðings.

Sjá fleiri myndir í Skessuhorni vikunnar sem kom út í dag.

 

 

Líkar þetta

Fleiri fréttir