Knattspyrnukonurnar Bergdís Fanney Einarsdóttir og Fríða Halldórsdóttir. Ljósm. KFÍA.

Bergdís og Fríða gerðu gott mót í Finnlandi

Bergdís Fanney Einarsdóttir og Fríða Halldórsdóttir úr ÍA hafa verið við keppni með U17 ára landsliði Íslands í Finnlandi. Mótið fór fram dagana 6.-10. maí, endaði í dag. Þær komu báðar inn á þegar um hálftími var eftir af fyrsta leiknum gegn Svíum en þurftu að sætta sig við 3-1 tap. Í næsta leik, gegn gestgjöfunum finnsku, voru Bergdís og Fríða báðar í byrjunarliðinu. Sá leikur tapaðist einnig, 4-2.

Síðasti leikur Íslands á mótinu var gegn Rússum og fór fram snemma í morgun. Fríða var á bekknum í þeim leik. Bergdís lék hins vegar allan leikinn og skoraði síðasta mark Íslands í 5-2 sigri. Var það hennar fyrsta landsliðsmark.

Líkar þetta

Tengdar fréttir

Fleiri fréttir