Arnar Víðir og Páll Örn handsala samninginn.

N1 heldur áfram að styrkja körfuboltann í Borgarnesi

Nýverið skrifaði Páll Örn Líndal rekstarstjóri þjónustustöðva hjá N1 undir nýjan tveggja ára styrktarsamning við Körfuknattleiksdeild Skallagríms í Borgarnesi. Það var Arnar Víðir Jónsson formaður deildarinnar sem ritaði undir fyrir hönd deildarinnar. Bæði kvenna- og karlalið Skallagríms hafa eins og kunnugt er öðlast keppnisrétt í Dominosdeildinni í haust og því er mikil þörf á öflugum bakhjörlum fyrir félagið. Páll Örn segir að N1 telji sig hafa ríka samfélagslega ábyrgð á landsbyggðinni og er Borgarnes þar ekki undanskilið og vísar til þess að hjá N1 í Borgarnesi er á annan tug starfsmanna.  „Við erum því stolt að fá áfram að styðja við bakið á Skallagrími, sem hefur löngum rekið eitt öflugasta körfuknattleiksstarf á landinu og þannig leggja okkar af mörkum við að hlúa að íþróttauppbyggingu í Borgarbyggð,“ sagði Páll Örn í samtali við Skessuhorn.

 

Líkar þetta

Fleiri fréttir