Svipmynd frá Hreyfiviku 2015.

Hreyfivika hefst hér á landi 23. maí

Hreyfivika Ungmennafélags Íslands fer fram dagana 23. – 29. maí næstkomandi. Hreyfivikan er hluti af samevrópska lýðheilsuátakinu sem hófst árið 2012, þar á meðal á Íslandi, og hefur dreifts um alla Evrópu. Markmið átaksins er að fá fólk til að kynnast kostum þess að hreyfa sig reglulega til heilsubótar og hafa jákvæð áhrif á líkamlega, andlega og félagslega heilsu. Þeir sem taka þátt í Hreyfiviku UMFÍ skipuleggja viðburði, kynna átakið og dreifa jákvæðu hugarfari. Hér á landi tóku 40.000 einstaklingar þátt í Hreyfiviku UMFÍ árið 2015.

Vinsældir hreyfiviku eru raktar til þess að um er að ræða átak sem fólki finnst skemmtilegt að taka þátt í. „Þeir sem fá aðra til að hreyfa sig og taka þátt í Hreyfiviku UMFÍ eru kallaðir boðberar hreyfingar. Það er auðvelt að skrá sig til þátttöku sem boðberi. Einungis þarf að fara á www.umfi.is, skrá það sem viðkomandi ætlar að gera og hvetja fólk til þátttöku. Boðberar Hreyfiviku UMFÍ fara í pott og geta unnið glæsilega vinninga frá Ölgerðinni og 66° Norður. Nú þegar eru fjölmargir byrjaðir að skipuleggja spennandi viðburði um allt land sem aðrir geta tekið þátt í. Á meðal viðburða sem hægt er að bjóða upp á er opinn íþróttatími, stórfiskaleikur með vinnufélögunum eða hjólreiðar í hópi. Möguleikarnir eru endalausir,“ segir í tilkynningu frá UMFÍ.

 

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Með sjaldgæfan blóðtappa

Skagamaðurinn Oliver Stefánsson, sonur Stefáns Þórs Þórðarsonar og Magneu Guðlaugsdóttur, og varnarmaður sænska úrvalsdeildarfélagsins Norrköping, verður frá næsta hálfa árið... Lesa meira