
Skagamenn mæta í Kaplakrikann í kvöld
Karlalið ÍA í knattspyrnu mætir suður í Hafnarfjörð í kvöld og spilar þar við FH-inga klukkan 19:15 í annarri umferð Íslandsmótsins. FH er með einn sigur og því þrjú stig í deildinni en ÍA situr á botninum án stiga og með óhagstæðustu markatöluna. Spáð er prýðilegu veðri og ættu stuðningmenn gulklæddra að fjölmenna á völlinn.