Sigurreifir keppendur. Ljósm. þa.

Spurt í þaula

Fyrra undanúrslitakvöld í spurningakeppni Snæfellsbæjar fór fram í Röst á Hellissandi síðasta föstudagskvöld. Að venju voru það Lionskonur í Þernunni sem stóðu fyrir kvöldinu. Fjögur lið af sex sem komust í undanúrslit tóku þátt, lið Valafells keppti á móti liði GSNB Ólafsvík og lið Átthagastofu keppti á móti GSNB Hellissandi – skvísur. Búið var að gera smávægilegar breytingar á keppninni en í staðinn fyrir að fá vísbendingar um hvaða hlutur væri í kassanum var kominn liðurinn „svaraðu rangt,“ en þar fengu keppendur já og nei spurningar sem þau áttu að svara rangt til að fá stig. Keppnin var hin skemmtilegasta og áttu þeir sem mættu á kvöldið góða stund. Það voru lið Grunnskóla Snæfellsbæjar sem vann og er því komið í úrslit. Síðustu tvö liðin í undanúrslitum verða Saumaklúbburinn Preggý og HH.

 

 

Líkar þetta

Fleiri fréttir