Eldri borgarar í Borgarbyggð sem hafa æft pútt af kappi í vetur. Ljósm. (tekin á tíma): Þórhallur Teitsson.

Kraftur í púttinu hjá eldri borgurum

Um tuttugu eldri borgarar í Borgarbyggð hafa æft pútt af kappi í allan vetur í skemmtilegri aðstöðu í gamla sláturhúsinu í Brákarey sem Glolfklúbbur Borgarness og eldri borgar hafa komi sér þar upp og kalla Eyjuna. Vetraræfingarnar enduðu með þriðja forgjafarmótinu í vetur þriðjudaginn 26. apríl. Þátttakendur voru 15 talsins en leiknar voru 36 holur. Hlutskarpastur án forgjafar varð Þórhallur Teitsson með 54 högg. Annar varð Þorbergur Egilsson með 57 högg og þriðji Ingimundur Ingimundarson einnig með 57 högg. Lilja Ólafsdóttir varð fyrst með forgjöf á 54 höggum. Jytta Juul varð önnur einnig með 54 högg og Guðrún B. Haraldsdóttir var þriðja með 55 högg. Nú stefnir pútthópurinn á að hefja æfingar utan húss því mörg skemmtileg verkefni bíða hópsins í sumar.

 

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Látrabjarg er nú friðlýst

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, hefur skrifað undir plagg til friðlýsingar Látrabjargs. Viðstaddir undirskriftina voru fulltrúar Bjargtanga, félags land-... Lesa meira