Knáir kappar. Ljósm. tfk.

Knattspyrnusumarið hafið hjá yngri flokkunum

Nú er vorið klárlega komið og sumarið rétt handan við hornið. Þá fara fyrstu fótboltamótin að detta í gang. Snæfellsnessamstarfið hefur undanfarnar tvær helgar sent lið á TM mót Stjörnunnar í Garðabæ og hafa liðin staðið sig vel og gleðin verið í fyrirrúmi. Þessir kátu drengir voru að ljúka keppni um hádegisbil síðastliðinn sunnudag þegar ljósmyndari kíkti á þá og það var ljóst að gleðin var í fyrirrúmi hjá þeim.

 

 

Líkar þetta

Fleiri fréttir