Vel valin orð látin falla á vellinum. Ljósm. SÁ.

„Það er ekki hægt að bogna undir svona stuðningi“

Snæfell vann síðastliðinn þriðjudag sinn þriðja Íslandsmeistaratitil í röð eftir frækinn sigur á Haukum. Ingi Þór Steinþórsson þjálfari segir upplifunina alltaf jafn ánægjulega. „Það er alltaf gaman að vinna og ég mun aldrei venjast því. Þegar sú tilfinning verður orðinn sjálfsagður hlutur, bara venjulegur dagur á skrifstofunni, þá hætti ég,“ segir Ingi. „Þetta er aldrei eins. Maður upplifir alltaf eitthvað nýtt. Það koma alltaf nýjar áskoranir á hverju ári sem þarf að takast á við,“ bætir hann við.

 

Sjá viðtal við Inga Þór í Skessuhorni vikunnar.

 

 

Líkar þetta

Tengdar fréttir

Fleiri fréttir