Blóðgjöf skólameistarans. Ljósm. tfk.

Skólameistarinn sýndi fordæmi og hvatti aðra til blóðgjafar

Blóðbankabíllinn kemur reglulega á Vesturland eins og lesendur Skessuhorns hafa orðið varir við. Í þessum ferðum er safnað blóði úr landsmönnum og komið til móts við þá sem ekki hafa tök á að heimsækja höfuðstöðvar Blóðbankans í Reykjavík. Bíllinn var staddur í Grundarfirði í síðustu viku til blóðsöfnunar eins og hann gerir tvisvar á ári. Hrafnhildur Hallvarðsdóttir skólameistari Fjölbrautaskóla Snæfellinga sýndi gott fordæmi og hvatti nemendur og starfsfólk skólans til að fjölmenna í bílinn til að láta gott af sér leiða. Hrafnhildur reið á vaðið og fjölmargir nemendur fóru að hennar fordæmi og gáfu blóð en ansi margir voru að mæta í fyrsta skipti.

Þess má geta að Blóðbankinn þarf um 70 blóðgjafa á dag til að viðhalda lágmarksbirgðum. Slíkar blóðgjafir eru því jafnframt lífgjafir þegar fólk þarf að þiggja blóð eftir slys eða í aðgerðum.

 

 

Líkar þetta

Fleiri fréttir