Snæfellsbær kominn í átta liða úrslit

Í gær hófst á ný keppni í Útsvari, spurningakeppni sveitarfélaganna á RÚV, en keppnin hefur sem kunnugt er verið í hléi vegna Gettu Betur. Þar mættust Snæfellsbær og Rangárþing ytra í síðustu viðureigninni í 16 liða úrslitum.

 

Jafnt var á með liðunum frá fyrstu mínútu og viðureignin jöfn og spennandi. Fór svo að lokum að lið Snæfellsbæjar hafði betur með 43 stigum gegn 39. Þeir Sigfús Almarsson, Guðmundur Reynir Gunnarsson og Örvar Marteinsson eru því komnir áfram í átta liða úrslit þar sem Snæfellsbær mætir Fljótsdalshéraði.

Líkar þetta

Tengdar fréttir

Fleiri fréttir