akranes

Sundfélag Akraness átti stigahæstu keppendurna

Um síðustu helgi fór fram Vormót Ármanns í sundi í 25 metra laug. Sundfélag Akraness sendi um 30 keppendur til þátttöku á mótinu undir merkjum ÍA. Stóðu þeir sig að vanda með stakri prýði og verðlaunapeningarnir sem þau komu með heim skiptu tugum.

Auk ógrynni af verðlaunum í einstökum keppnisgreinum kom í ljós við lok móts þegar heildarstig keppenda voru tekin saman að Sundfélag Akraness átti stigahæstu keppendurna á mótinu. Sólrún Sigþórsdóttir var stigahæst í flokki kvenna og Sævar Berg Sigurðsson í karlaflokki.

Líkar þetta

Fleiri fréttir