Snæfellsbær keppir í Útsvari í kvöld

Í kvöld, miðvikudaginn 23. mars, hefst á ný keppni í Útsvari, spurningakeppni sveitarfélaganna á RÚV. Venju samkvæmt var gert hlé á keppninni vegna Gettu betur. Aðeins ein viðureign er eftir í 16 liða úrslitum og þar eigast við Snæfellsbær og Rangárþing ytra. Lið Snæfellsbæjar skipa þeir Sigfús Almarsson, Örvar Marteinsson og Guðmundur Reynir Gunnarsson. Sem kunnugt er unnu þeir í fyrstu umferð keppninnar stórsigur á Rangárþingi eystra, 103-32 og munu freista þess í kvöld að leggja nágranna þeirra í Rangárþingi ytra að velli.

Líkar þetta

Fleiri fréttir