Dansararnir efnilegu. Almar Kári Ásgeirsson, Demi van den Berg, Rósa Kristín Hafsteinsdóttir og Tristan Sölvi Jóhannsson.

Danssýning á Akranesi í kvöld

Tvö ung og efnileg danspör frá Akranesi munu taka þátt í alþjóðlegri danskeppni í Blackpool í Englandi í lok mánaðarins. Danspörin efnilegu eru Almar Kári Ásgeirsson og Demi van den Berg annars vegar og Tristan Sölvi Jóhannsson og Rósa Kristín Hafsteinsdóttir hins vegar.

Í tilefni af fyrirhugaðri keppnisferð þeirra hafa þau ákveðið að boða til danssýningar í Tónbergi í kvöld, þriðjudaginn 22. mars. Þar munu þau koma fram og dansa fyrir gesti. Auk þess munu Símon Orri Jóhannsson og Halla Margrét Jónsdóttir taka lagið, en þau gera það gott í Ísland Got Talent um þessar mundir.

 

Sýningin hefst klukkan 19:30 og er sem fyrr segir í Tónbergi, sal Tónlistarskólans á Akranesi. Aðgangseyrir er kr. 1.000 fyrir fullorðna og kr. 500 fyrir börn og rennur allur ágóði óskiptur í ferðasjóð dansaranna.

Líkar þetta

Fleiri fréttir