Þeir tóku við verðlaunum fyrir liðakeppnina. Ingi Tryggvason lengst til hægri. Ljósm. kg.

KB mótaröðinni lokið þetta árið

Síðasta mótið í KB mótaröðinni í hestaíþróttum fór fram í Faxaborg um liðna helgi. Mótið gekk vel fyrir sig í alla staði og var árangur keppenda góður, að sögn mótshaldara. Það var LIT liðið (lið Lögfræðistofu Inga Tryggvasonar) sem bar sigur úr býtum í liðakeppninni en skammt á hæla þess kom lið Líflands, Berserkir urðu í þriðja sæti, Sólargeislar í fjórða og Brimhestar fimmtu. Siguroddur Pétursson var svo stigahæstur allra keppenda.

 

Sjá úrslit í einstaklingsflokkum og myndir í Skessuhorni sem kom út í dag.

Líkar þetta

Fleiri fréttir