Fúsi Fljótsdælingur
Fúsi Fljótsdælingur

Fúsi Fljótsdælingur hefur reynt ýmislegt um ævina

Vigfús Friðriksson, betur þekktur sem Fúsi Fljótsdælingur, er orðinn mörgum Borgfirðingum og nærsveitamönnum góðkunnur. Undanfarin tvö ár hefur hann starfað sem sölumaður í Kaupfélagi Borgfirðinga og lætur vel af þeim vinnustað. Hann býr nú á Bifröst ásamt eiginkonu sinni, Guðveigu Eyglóardóttur hótelstýru. Hún er Borgnesingur en Fúsi er, eins og viðurnefnið gefur til kynna, Fljótsdælingur að ætt og uppruna, frá Valþjófsstað II í Fljótsdal. Þar búa foreldrar hans með um 500 fjár auk þess sem þau reka ferðaþjónustu á staðnum. „Ég er mikill Fljótsdælingur og þarf að fara aftur um fjóra eða fimm ættliði til að komast út úr Fljótsdalnum. Það kemur mér bara út á Velli sem eru ekki nú bara 25 kílómetra í burtu,“ segir hann léttur í bragði. „Samt er ég ótrúlega lítið skyldur sjálfum mér,“ bætir hann við og hlær.

 

Sjá spjall við hressilegan Fúsa í Skessuhorni vikunnar sem kom út í dag.

 

Líkar þetta

Fleiri fréttir