Eva Margét glansaði inn í úrslit

„Þú ert Borgfirðingum til sóma, nær og fjær,“ sagði Borgfirðingurinn Jakob Frímann Magnússon, einn dómara í Ísland Got Talent, í þættinum á sunnudaginn á Stöð2. Þetta sagði Stuðmaðurinn eftir magnaða frammistöðu söngkonunnar Evu Margrétar í þriðja og síðasta undanúrslitaþættinum. Eva Margrét er ættuð úr Borgarnesi, alin upp í Reykholtsdalnum en stundar nám við Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri. Var hún eftirminnilega send beint í undanúrslitin þegar Marta María ýtti á gullhnappinn í áheyrnarprufunum og sagði jafnframt að Eva Margrét væri fædd stjarna. Auk Evu Margrétar eru Skagafólkið Símon Orri Jóhannsson og Halla Margrét Jónsdóttir komin í úrslit og er því hlutur Vestlendinga býsna góður á þessu stigi keppninnar.

Líkar þetta

Fleiri fréttir