Hoppukastalafjör á pálmasunnudegi

Það hefur skapast hefð fyrir því að á pálmasunnudegi sé kirkjuskóli í Grundarfjarðarkirkju og eftir kirkjuskólann sé hoppukastalafjör uppi í íþróttahúsi bæjarins. Það var engin breyting á að þessu sinni þegar ærslafullir krakkar hoppuðu af gríð og erg í íþróttahúsinu. Séra Aðalsteinn Þorvaldsson hefur séð um hoppukastalafjörið og var engin breyting á því í þetta skiptið. Þegar ljósmyndari Skessuhorns kíkti við var mikið fjör og ljóst að krakkarnir skemmtu sér vel.

Líkar þetta

Fleiri fréttir