Grundfirðingar lögðu toppliðið

Körfuknattleikslið Ungmennafélags Grundarfjarðar tók á móti toppliði Laugdæla í 3. deild karla á laugardaginn. Gestirnir höfðu fram að þessu ekki tapað leik í deildinni og voru verðskuldað á toppnum. Heimamenn mættu grimmir til leiks og ætluðu að selja sig dýrt. Var jafnræði með liðunum en gestirnir leiddu þó í hálfleik.

 

Laugdælir urðu svo fyrir áfalli þegar að einn leikmaður þeirra meiddist illa og þurfti að leita sér læknisaðstoðar. Skömmu síðar varð annar leikmaður þeirra fyrir hnjaski og þurfti að horfa á leikinn af varamannabekknum. Þar af leiðandi þurftu gestirnir að klára leikinn einum leikmanni færri og náðu heimamenn að landa dýrmætum sigri 78 – 70 og koma sér í þriðja sæti í deildinni með 14 stig. Laugdælir sitja þrátt fyrir þetta enn á toppnum með 22 stig.

Líkar þetta

Fleiri fréttir