Nýjustu fréttir

Fjölbreytt tónlistarveisla Ruby Franscis í Frystiklefanum

Laugardaginn 23. mars næstkomandi kemur breska r&b söngkonan Ruby Francis fram í Frystiklefanum í Rifi, ásamt íslensku hljómsveitunum Flesh Machine og Sick Knee’s. Áhrifavaldar Ruby Francis í tónlist eru Chaka Khan, Stevie Wonder, Level 42 og Erykah Badu. Árið 2021 kom út hennar fyrsta plata af fullri lengd „Archives“ sem hún bjó til sjálf í…

Veðrinu tekur að slota eftir miðnætti við Breiðafjörð og á Vestfjörðum

Appelsínugul viðvörun er í gildi á norðanverðum Vestfjörðum vegna snjókomu, hvassviðris og hættu á snjóflóðum. Gildir hún í allan dag og til klukkan 6 í fyrramálið. Til miðnættis í kvöld gildir gul viðvörun fyrir Breiðafjörð vegna norðaustan 15-23 m/s og snjókomu. „Búast má við skafrenningi með takmörkuðu eða lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum. Afmarkaðar samgöngutruflanir…

Hanna Ágústa Olgeirsdóttir valin Rödd ársins

Úrslitakeppni söngkeppninnar Vox Domini 2024 var haldin í Salnum í Kópavogi í gærkvöldi. Þar var Hanna Ágústa Olgeirsdóttir sópransöngkona úr Borgarnesi valin Rödd ársins, en hún lenti einnig í fyrsta sæti í Opnum flokki keppninnar. Ellert Blær Guðjónsson barítón hlaut áheyrendaverðlaun og Vera Hjördís Matsdóttir sópran hlaut svo sérstök verðlaun fyrir besta flutning á lagi…

Ekki gott kvöld í körfunni hjá liðunum af Vesturlandi

Næstsíðasta umferðin í 1. deild karla í körfuknattleik fór fram á föstudagskvöldið og eru línur að skýrast fyrir úrslitakeppnina. Eins og staðan er núna eru lið ÍA og Skallagríms örugg í úrslitakeppnina og Snæfell heldur sæti sínu í deildinni nema Hrunamenn vinni sigur á ÍR í síðustu umferðinni sem er ansi ólíklegt. Föstudagskvöldið fer ekki…

Ýmsar breytingar til skoðunar á skólastarfi á Varmalandi

Á vettvangi fræðslunefndar og sveitarstjórnar Borgarbyggðar hefur síðustu misserin verið unnið að mótun tillagna um framtíð skólahalds á Varmalandi í Stafholtstungum. Þar er nú rekinn grunnskóli fyrir börn í 1.-10 bekk og eru nemendur 54 í vetur. Fjöldi barna við skólann hefur verið afar mismunandi á liðnum árum og sveiflur í nemendafjölda einkum verið í…

Mottumessa var haldin í Borgarneskirkju

Í gærkvöldi var Mottumessa haldin í Borgarneskirkju og var margt um manninn. Séra Heiðrún Helga Bjarnadóttir leiddi stundina og voru hennar áherslumál um samstöðu og stuðning við þá sem greinst hafa með krabbamein. Gísli Einarsson flutti hugvekju um mikilvægi hreyfingar áður en hann bað alla viðstadda kirkjugesti að standa upp og hreyfa á sér útlimi.…

Víkingur og Kári með góða sigra í Lengjubikarnum

Þrír leikir voru í Lengjubikarnum í knattspyrnu um helgina hjá liðunum af Vesturlandi. Niðurstaðan var tveir sigrar og eitt tap og gott gengi Vesturlandsliðanna  í Lengjubikarnum heldur áfram. Víkingur vann Árbæ Víkingur Ólafsvík og Árbær áttust við í B deild karla í riðli 2 og var leikurinn á laugardagskvöldið á gervigrasvelli Þróttara í Reykjavík. Ástþór…

Fréttir úr víðri veröld

Aðsendar greinar

Húsið

Finnbogi Rögnvaldsson

Nýburar

Fréttir frá öðrum

Nýjasta blaðið