Laxveiðisumarið hafið – fyrsti laxinn úr Skugga

Fyrsti laxinn á þessu veiðitímabili veiddist í Skugga í Borgarfirði í dag. Það er sami dagur og nánast upp á mínútu og fyrsti laxinn kom á land þar í fyrra. Eins og þá var það Mikael Marinó Rivera sem veiddi fyrsta laxinn. „Já, fyrsti laxinn eins og í fyrra hjá manni,“ sagði hann hróðugur. „Það…Lesa meira

Brautskráð frá Menntaskóla Borgarfjarðar

Síðastliðinn föstudag voru 26 nemendur brautskráðir frá Menntaskóla Borgarfjarðar í Borgarnesi. Hugrún Hanna Guðrúnardóttir nýstúdent flutti ávarp fyrir hönd útskriftarnema, Ræddi hún um þá stemningu og góðu minningar sem hún tæki með sér úr skólanum og sagði: „Þessi ár sem ég hef verið hafa verið fræðandi og krefjandi en fyrst og fremst skemmtileg og stútfull…Lesa meira

Jörð skalf við Eldey

Jarðskjálftahrinan hófst á Reykjaneshrygg, vestan við Eldey, síðastliðinn föstudag. Eftir yfirferð reyndist stærsti skjálftinn vera 5,1 að stærð og varð hann klukkan 14:21. Skjálftinn fannst vel alla leið á Suður- og Vesturland, eða frá Akranesi austur um að Hellu. Fjöldi smáskjálfta fannst í kjölfarið, þar af 18 sem voru um 3 stig og stærri. Í…Lesa meira

Tryggðu sér sæti á NM í hópfimleikum

Fimleikafólk úr ÍA og Aftureldingu sameinuðu krafta sína á stigamótaröð Fimleikasambands Íslands í hópfimleikum sem haldið var í Fimleikahúsinu við Vesturgötu á Akranesi í gær. Liðin náðu þeim frábæra árangri að tryggja sér sæti á Norðurlandamóti fullorðinna í hópfimleikum sem fram fer í Finnlandi aðra helgina í nóvember á þessu ári. Þetta verður í fyrsta…Lesa meira

Tekist á um veiðigjald í umræðuþætti frá Grundarfirði

Á þriðjudagskvöldið síðasta var sýndur í Ríkissjónvarpinu í beinni útsendingu umræðuþáttur sem nefnist Torgið. Var hann tekinn upp í Samkomuhúsinu í Grundarfirði. Segja má að í þættinum hafi stálin stinn mæst; Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra og Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Tókust þau á um fyrirhugaða hækkun ríkisstjórnarinnar á veiðigjaldi. Fyrirhugaðar breytingar…Lesa meira

Brautskráð frá tveimur framhaldsskólum í dag

Í dag verða brautskráningarathafnir frá tveimur framhaldsskólum á Vesturlandi; Fjölbrautaskóla Snæfellinga í Grundarfirði og Menntaskóla Borgarfjarðar í Borgarnesi. Báðar athafnirnar hefjast klukkan 14. Brautskráð verður frá Fjölbrautaskóla Vesturlands miðvikudaginn 28. maí. Þar fer hins vegar fram prófsýning og námsmatsviðtöl í hádeginu í dag.Lesa meira

Vorferð eldri borgara suður fyrir Heiði

Félag aldraðra í Borgarfjarðardölum lagði leið sína síðastliðinn fimmtudag til nágranna í suðvestri í Hvalfjarðarsveit og á Akranes. Ekið var frá félagsheimilinu Brún að morgni og haldið í Borgarnes, þar sem góður hluti hópsins bættist í rútuna. Þaðan lá leiðinn út með Hafnarfjalli að Laxárbakka, en þar biðu tveir félagar okkar. Nú var haldið að…Lesa meira

Krónan gefur í á Vesturlandi

„Krónan hefur nú opnað fyrir heimsendingarþjónustu Snjallverslunarinnar í Borgarnesi og nágrenni. Þjónustusvæðið í kringum Akranes hefur einnig verið stækkað og nær nú til fleiri íbúa á svæðinu. Þá hefst einnig heimsending á Kjalarnes frá versluninni á Akranesi. Með þessu verður aðgengi að einföldum, hagkvæmum og þægilegum matvöruinnkaupum betra en nokkru sinni fyrr fyrir íbúa á…Lesa meira

Framhaldsskólaáfangi um sjálfboðaliðastörf í íþróttahreyfingunni

Í vor hafa svæðisfulltrúar ÍSÍ og UMFÍ á Vesturlandi kennt áfanga um sjálfboðaliðastörf í íþróttahreyfingunni. Kennt hefur verið í Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi í samstarfi við Íþróttabandalag Akraness og aðildarfélög þess. Áfanginn var tilraunaverkefni og hefur hann vakið athygli innan íþróttahreyfingarinnar. Hugmyndin að áfanganum kviknaði fljótlega eftir að svæðisfulltrúar hófu störf haustið 2024 og var…Lesa meira

Smíðakennsla fær nýtt líf undir berum himni í GBF

Vegna endubyggingar stærsta hluta skólahúsnæðis Grunnskóla Borgarfjarðar á Kleppjárnsreykjum var smíðastofan meðal annars rifin í upphafi verkefnisins. En það stöðvaði ekki Unnar Þorstein Bjartmarsson smíðakennara í að finna skapandi lausn til að kenna nemendum sínum. Hann ákvað að flytja smíðakennsluna út undir bert loft og nýta tækifærið til að skapa eitthvað sem mun gagnast skólanum…Lesa meira