Nýjar hraða- og rauðljósamyndavélar teknar í notkun

Meðfylgjandi mynd er af nýrri hraða- og rauðljósamyndavél sem sett hefur verið upp á Hörgárbraut á Akureyri, á hringveginum í gegnum bæinn. Um er að ræða stafræna myndatöku þar sem upplýsingar um hraðabrot og rauðljósaakstur eru sendar samstundis til lögreglunnar. Ekki er tekin mynd nema um brot sé að ræða. Uppsetning vélanna er liður í…Lesa meira

Vistvænir iðngarðar rísa í Flóahverfi á Akranesi

Akraneskaupstaður tilkynnti nýverið að skrifað hefði verið undir samstarfs- og markaðssamning við fyrirtækið Merkjaklöpp ehf. um samstarf við atvinnuuppbyggingu í Flóahverfi á Akranesi. Samningurinn markar upphaf að stóru og metnaðarfullu verkefni við atvinnuuppbyggingu á Akranesi og felur einkum í sér samstarf milli þessara aðila um að veita fyrirtækjum brautargengi að vistvænum iðngörðum á Akranesi og…Lesa meira

Vefurinn List fyrir alla

Nú má nálgast yfirlit yfir öll menningarhús, sýningar, söfn og setur sem miðla list og menningu til barna og ungmenna á einum stað á vefnum. Á vef verkefnisins List fyrir alla er að finna ítarlegar upplýsingar um barnamenningu og listviðburði fyrir ungt fólk sem gagnast bæði skólum og fjölskyldum. List fyrir alla er verkefni á…Lesa meira

Heimir Fannar ráðinn framkvæmdastjóri hjá Advania

Skagamaðurinn Heimir Fannar Gunnlaugsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri viðskiptalausna Advania. Frá 2013 hefur hann starfað hjá Microsoft, lengst af sem forstjóri. Heimir hefur víðtæka stjórnunarreynslu úr upplýsingatæknigeiranum. Undanfarin tvö ár hefur hann aðstoðað alþjóðleg fyrirtæki við að nýta viðskiptalausnir Microsoft. Þar á undan stýrði hann skrifstofu Microsoft á Íslandi í sex ár. Advania hefur um…Lesa meira

Skessuhorn þátttakandi í norrænum viðskiptahraðli á vegum Facebook

Samfélagsmiðillinn Facebook auglýsti síðastliðinn vetur eftir svæðisbundnum fjölmiðlum á Norðurlöndunum til þátttöku í nýjum viðskiptahraðli. Nú um helgina greindi fyrirtækið svo formlega frá verkefninu sem raunar hófst í mars. Í viðskiptahraðlinum voru samþykktar umsóknir frá sextán fjölmiðlafyrirtækjum víða af Norðurlöndunum sem valin voru úr hópi hundruða umsækjenda. Þeirra á meðal er Skessuhorn sem einn íslenskra…Lesa meira

Björgunarsveitin Brák kynnir söfnun vegna húsbyggingar

Björgunarsveitin Brák í Borgarnesi stendur eins og kunnugt er í stórræðum en síðastliðið haust hófst bygging á nýju húsi fyrir starfsemi sveitarinnar að Fitjum 2 í Borgarnesi. Nýja húsið verður um 760 fermetrar að stærð, en þar verður m.a. fundasalur, búningaaðstaða, búnaðargeymsla og tækjasalur. Auk þess verður þar skrifstofa sem hægt verður að nota sem…Lesa meira

„Það á ekki að bitna á umhverfinu að við séum í rekstri“

Blikksmiðja Guðmundar á Akranesi hefur undanfarið tekið þátt í athygliverðu samstarfi með samtökum blikksmiðjueigenda á Norðurlöndum. Samstarfið felst í flokkun á öllu sorpi fyrirtækjanna auk þess sem skoðaðir eru möguleikar á að nýta eða endurnýta afgangs málma; afklippur sem falla til á verkstæðunum. Í samtali við Skessuhorn sagði Sævar Jónsson eigandi blikksmiðjunnar: „Af hverju erum…Lesa meira

Embla er nýtt app sem gerir fólki kleift að tala íslensku við snjallsímann

Embla er nýtt, ókeypis aðstoðar-app frá sprotafyrirtækinu Miðeind. Appið gerir fólki kleift að tala við snjallsíma á íslensku, spyrja og fá svör. Emblu má sækja í Apple App Store og Google Play Store og hún virkar á flestum snjallsímum. Embla getur svarað ýmsum tegundum spurninga, svo sem um opnunartíma verslana, veður og veðurspá, fólk og…Lesa meira

Altaristafla Akraneskirkju tekin niður til viðgerðar

Síðastliðinn mánudag var altaristafla Akraneskirkju tekin niður til forvarnar og viðgerðar. Skagamaðurinn Bjarni Skúli Ketilsson listmálari, Baski, tók að sér viðgerð á málverkinu og mun hann vinna verkið í húsnæði gamla Iðnskólans við Skólabraut. Baski hefur sérhæft sig í lagfæringum á eldri málverkum samhliða listsköpun sinni í Hollandi. Hann býst við að vinnan taki um…Lesa meira

Öryggisnúmer geta verið lífsnauðsynleg í sumarhúsum

Eigendum sumarhúsa hér á landi býðst að sækja um svokölluð öryggisnúmer sem fest eru með plötum á útvegg húsa og sömuleiðis innandyra. Þetta er þó valkvæð þjónusta sem hver og einn ákveður hvort hann kaupir. Sótt er um öryggisnúmer til Landssambands sumarhúsaeigenda sem úthlutar þeim. Við úthlutun neyðarnúmers er húsið samhliða skráð í gagnagrunn viðbragðsaðila…Lesa meira