Síðustu misseri hafa hugtökin „fæðuöryggi“ og „matvælaöryggi“ verið mikið notuð í umræðunni enda hafa bæði sterkari skírskotun til stjórnvalda og almennings vegna breyttrar heimsmyndar. Matvælaráðuneytið vekur athygli á því að þótt hugtökin séu keimlík hafi þau sitthvora þýðinguna, en eðlilega vill stundum bregða svo við að þeim er ruglað saman. Skilgreiningarnar á hugtökunum eru þessar:…Lesa meira
Samtökin Blár apríl – Styrktarfélag barna með einhverfu hafa ákveðið að leggja bláa litnum og taka upp nafnið Einstakur apríl. Nýja merki félagsins er í öllum regnbogans litum og undirstrikar það hversu fjölbreytt einhverfa er. En samtökin hafa í aprílmánuði undanfarin ár gert ýmislegt til að vekja athygli á málefnum barna á einhverfurófinu og er…Lesa meira
G-vítamín dagatalið fyrir þorrann er komið í sölu hjá Geðhjálp en í því eru 30 skammtar af G-vítamíni fyrir alla. „Í dagatalinu eru lítil og einföld geðræktandi ráð sem hjálpar fólki að bæta geðheilsu sína. Við þurfum öll að glíma við eitthvað í gegnum lífið og stundum blæs hressilega á móti. En ef maður stundar…Lesa meira
Slökkvilið Borgarbyggðar rekur slökkvitækjaþjónustu í slökkvistöðinni við Sólbakka í Borgarnesi. Að sögn Bjarna Kristins Þorsteinssonar slökkviliðsstjóra er starfsemin með öllu aðskilin rekstri sjálfs slökkviliðsins, en er í boði í ljósi þess að einkaaðilar eru ekki að sinna þessari þjónustu í heimabyggð. Töluvert mismunandi er milli sveitarfélaga hvernig þessari þjónustu er háttað. Í slökkvistöðinni í Borgarnesi…Lesa meira
Martin Kristó er alltaf brosandi þrátt fyrir margar aðgerðir á stuttri ævi Á Akranesi býr þriggja ára strákur, Martin Kristó Þórðarson, sem á sér afar áhugaverða sögu þrátt fyrir ungan aldur. Hann fæddist með nokkra fæðingargalla og líf hans hefur einkennst af baráttu við þá og fleira. Það sem er einkennandi fyrir þennan strák er…Lesa meira
Landsmót Ungmennafélags Íslands fyrir 50 ára og eldri fer fram í Borgarnesi helgina 27.-29. ágúst í sumar. Þetta verður í tíunda skipti sem mótið er haldið. Flemming Jessen er formaður framkvæmdarnefndar Landsmótsins. Hann segir að fyrsta Landsmótið hafi verið haldið á Hvammstanga árið 2011 með um 200 keppendum en þátttaka hafi aukist jafnt og þétt…Lesa meira
ADHD samtökin eru í mikilli uppsveiflu þessi misserin. Aðalskrifstofa samtakanna er að Háaleitisbraut 13 í Reykjavík en jafnframt hafa verið sett á stofn útibú á Norður-, Austur- og Suðurlandi auk Vestmannaeyja. Nú er verið að undirbúa stofnun útibús á Vesturlandi og síðan verður hringnum lokað með Vestfjörðum. Fyrirhugað er að stofnfundur ADHD Vesturlands verði í…Lesa meira
Síðasta haust tók Keilufélag Akraness í notkun nýjar brautir og búnað og er aðstaðan þeirra í dag með besta móti í kjallara íþróttahússins við Vesturgötu. „Þetta er allt annað fyrir okkur. Gömlu vélarnar voru alveg búnar, þær voru alltaf að stoppa eða bila og þá þurfti að fara bakvið og laga. Það var bæði erfitt…Lesa meira
Þrátt fyrir árin telji brátt 83 hjá Þorbergi Þórðarsyni á Akranesi lætur hann hvergi deigan síga þegar þátttaka í íþróttum og útivist er annars vegar. Þorbergur starfaði við húsbyggingar í áratugi en síðari ár hefur hann verið útfararstjóri og tekur enn að sér verkefni á því sviði. Hann æfir reglulega pútt með eldri borgurum í…Lesa meira
Nemendum í Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi stendur nú til boða að taka áfanga í floti og sjósundi en skólinn er fyrsti framhaldsskóli landsins að bjóða upp á slíkan áfanga. „Flot í þyngdarleysi í heitri sundlaug er einstök leið til að losa spennu úr líkama og sál. Flot skapar aðstæður fyrir djúpslökun og getur m.a. minnkað…Lesa meira