Markaðsaðgerðir á vegum verkefnisins Ísland saman í sókn hafa fengið fjölmörg verðlaun á alþjóðlegum verðlaunahátíðum markaðs- og auglýsingafólks að undanförnu. Alls hafa herferðir á vegum verkefnisins hlotið 39 alþjóðleg verðlaun og viðurkenningar, þar af 16 gullverðlaun, frá því verkefnið hóf aðgerðir í byrjun sumars 2020. Í síðustu viku vann herferðin Icelandverse til þriggja verðlauna á…Lesa meira
„Að leikslokum“ eftir Mohlin og Nyström, er fyrsta bók í nýjum bókaflokki sem komin er út hjá MTH útgáfu á Akranesi. Siguður Þór Salvarsson íslenskaði. Hljóðbókarútgáfa, í lestri Kristjáns Franklín Magnús, er jafnframt komin á Storytel. John Adderley er lögreglumaður sem ólst upp í Svíþjóð en starfaði sem flugumaður FBI í Baltimore í Bandaríkjunum. Hann…Lesa meira
Borgnesingurinn Jóhann Lind Ringsted hefur búið í landi hinna rísandi sólar, Japan, í ein tíu ár. Hann býr þar ásamt eiginkonu sinni Ayaka og dótturinni Hönnu í hafnarborginni Sendai í norðurhluta Japan og starfar þar sem kennari. Kennarastarfið er þó ekki að eina sem hann sinnir en hann nýtir helgarnar til þess meðal annars að…Lesa meira
Sonja de Zorrilla varð þjóðþekkt eftir að ævisaga hennar, rituð af Reyni Traustasyni, kom út árið 2002. Sonja lifði ævi sem var lyginni líkust. Hún bjó í Þýskalandi fyrir seinni heimsstyrjöldina, bjó heilt ár á Ritz hótelinu í London, sótti boð fína og fræga fólksins í París og fylgdist með tískusýningum Coco Chanel. Þegar hún…Lesa meira
Á færeysku vefsíðunni jn.fo er greint frá því að vindmylla ein sem staðið hefur á Vørðunum í Neshaga frá 1993 og framleitt rafmagn hafi gjöreyðilagst í stormi sem gekk yfir eyjarnar í nótt. Þar sem færeyskan er fallegt mál og lík íslenskunni, birtum við hér fréttina af vefsíðu jn.fo eins og hún kemur fyrir: „Illveðrið…Lesa meira
Freyja Ingadóttir er nýr formaður SÍNE, Samtaka íslenskra námsmanna erlendis. Freyja var kjörin á sumarráðstefnu SÍNE sem fram fór laugardaginn 14. ágúst. Hún tekur við formennskunni af Hauki Loga Karlssyni sem gengt hefur hlutverkinu síðastliðið ár. Freyja starfar sem verkefnisstjóri hjá ferðaþjónustufyrirtæki en útskrifaðist með meistarapróf í alþjóðasamskiptum frá Háskólanum í Edinborg í fyrra. Síðastliðið…Lesa meira
Rannsóknaskipið Pourquoi pas? fórst eins og kunnugt er við Straumfjörð á Mýrum 16. september árið 1936. Með skipinu fórst franski vísindamaðurinn og landkönnuðurinn Jean-Baptiste Charcot ásamt nærri allri sinni áhöfn en alls fórust 40 manns í slysinu og aðeins einn skipverji komst lífs af. Nú hefur verið gefin út bók um fornleifarannsókn á flaki skipsins…Lesa meira
Í dag er rétt ár þangað til setningarhátíð Ólympíuleikanna í Tókýó fer fram, 23. júlí 2021. Leikarnir standa yfir í rúmar tvær vikur og lýkur með lokahátíð 8. ágúst. Leikarnir áttu að hefjast þann 24. júlí 2020, en þeim var frestað um eitt ár vegna ástandsins í heiminum sökum Covid-19. Í nýlegri fréttatilkynningu frá Alþjóðaólympíunefndinni…Lesa meira
Í Hyrnutorgi í Borgarnesi hefur verið sett upp sýning á myndum sem gerðar voru af börnum í leikskólanum Panevezio Kastycio Ramanausko lopselis-darzelis í Panevezys Litháen. Guðrún Vala Elísdóttir var stödd í Litháen í lok október þar sem hún hitti Otiliju vinkonu sína, sem bjó ásamt Dariusi manni sínum í Borgarnesi um árabil. Þar hitti Guðrún…Lesa meira
Það er mikil lukka að fá að vera hérna í Níger í Afríku, sérstaklega þegar netið í símanum mínum virkar vel og ég næ að skoða veðurfréttirnar frá Íslandi. Það koma dagar þar sem ég ligg við sundlaugarbakkann í 37°C hita með ananassafa í hönd og símann í hinni, og sé að enn annar stormurinn…Lesa meira