Skinkuhornið hlaðvarp – Lífið á Laugum

Sigrún Hanna Sigurðardóttir og Kristín Björk Jónsdóttirstanda að hlaðvarpinu Lífið á Laugum sem fjallar um Laugaskóla í Sælingsdal. Þær fengu styrk frá Uppbyggingarsjóði Vesturlands fyrir því verkefni og hafa undanfarin tvö ár, með hléum, undirbúið þættina sem litu svo dagsins ljós núna í október. Í þáttunum ræða þær við fyrrum nemendur og starfsfólk frá Laugum, og spyrja út í þeirra tíma þar. Þrír þættir eru komnir út nú þegar og vonast þær til þess að þættirnir verði allavega tíu talsins, en þær eru enn að taka upp og finna viðmælendur. Gunnlaug fékk þær stöllur til sín í Skinkuhornið og ræddi við þær m.a. um hugmyndina að hlaðvarpinu, vinnuna á bakvið þættina og þeirra tíma á Laugum, en þær Sigrún og Kristín voru sjálfar nemendur í skólanum á níunda og tíunda áratugnum.

Hlusta má á Skinkuhornið á Spotify og Soundcloud.com/skessuhorn