
Borg útfararþjónusta er nýstofnað þjónustufyrirtæki sem er í eigu Grétu Björgvinsdóttur og Guðnýjar Bjarnadóttur í Borgarnesi. Fyrsta útförin í umsjón þeirra fór fram í liðinni viku. Skessuhorn fékk að forvitnast nánar um Borg útfararþjónustu og heyrði hugmyndir þeirra Grétu og Guðnýjar um starfsemina. ,,Fátt er tilviljun í lífinu og margt virðist vera skrifað í handrit.…Lesa meira