Veröld

Veröld – Safn

true

Óttast að stíflan bresti

Mikill viðbúnaður er í Norður Kaliforníu vegna hárrar vatnsstöðu í Oroville stíflunni. Vegna mikillar úrkomu er óttast að stíflan bresti en hún er sú stærsta í Bandaríkjunum. Í gær byrjaði vatn að renna yfir varnargarða, en það hefur aldrei gerst í 50 ára sögu þessa gríðarstóra mannvirkis. Hátt í 200 þúsund íbúum nærliggjandi héraða hefur…Lesa meira

true

Karabatic bestur en þrátt fyrir það ekki í úrvalsliðinu

Hinn franski Karabatic var í lykilhlutverki í landsliði Frakklands sem vann alla leiki sína á Heimsmeistaramótinu í handbolta og tryggði sér sjötta titillinn með því að leggja Norðmenn að velli í úrslitaleik með 33 mörkum gegn 26. Þrátt fyrir að Karabatic væri valinn besti leikmaður HM var ekki pláss fyrir hann í úrvalsliði mótsins.Lesa meira

true

Starbucks bregst við tilskipun Trumps

Upplýst hefur verið að kaffihúsakeðjan Starbucks hafi í hyggju að ráða tíu þúsund flóttamenn til starfa í fyrirtækjum sínum næstu fimm árin. Með þessari ákvörðun er verið að gefa Donald Trump Bandaríkjaforseta langt nef, vegna ákvörðunar hans um að banna ríkisborgurum sjö landa þar sem múslímar eru í meirihluta að komast til USA. Allir staðir…Lesa meira

true

VW söluhæsti bílaframleiðandinn þrátt fyrir svindlár

Þýska Volkswagen bílasamstæðan er nú stærsti bílaframleiðandi heims og hefur velt hinum japanska Toyota af stalli. VW seldi á síðasta ári 10,3 milljónir bíla, en Toyota 10,18 milljónir bíla. Einkum er það mikil sala Volkswagen bíla í Kína sem tryggði þeim efsta sætið árið 2016. Þetta gerist þrátt fyrir fréttir á síðasta ári um svindl…Lesa meira

true

Óveður einkenndi jólahátíðina í Færeyjum

Mikið óveður gekk yfir Færeyjar frá Þorláksmessu og framyfir jól. Tilkynnt hefur verið um hátt í 400 tjón á lausamunum, húsum og bílum. Veðrið var afar slæmt á öllum eyjunum og fór vindhraði sumsstaðar í 70 metra á sekúndu. Sýnu verst var veðrið á Austurey og Norðurey. Í Klakksvík, sem er á Norðurey, fuku hús,…Lesa meira

true

George Michael látinn

Söngvarinn góðkunni George Michael lést á heimili sínu á jóladag, 53 ára að aldri. Að sögn lögreglu er ekki talið að andlát hans hafi borið að með saknæmum hætti. George var einn ástsælasti söngvari Breta en á ferli sínum gerði hann það gott meðal annars með hljómsveitinni Wham en eftir að hún hætti hóf hann…Lesa meira

true

Hefur eytt milljónum til að líkjast Trump

Hin 33 ára gamla Tiffany Taylor frá Texas hefur varið 60 þúsund dollurum, andvirði tæplega sjö milljóna króna, í lýtaaðgerðir sem hún hefur gengist undir til að líkjast Ivönku Trump, athafnakonu og dóttur nýkjörins bandaríkjaforseta. Í samtali við People segir Tiffany að aðdáun hennar á Ivönku Trump megi rekja tvö ár aftur í tímann. „Hún…Lesa meira

true

Gulrót skilaði týnda giftingarhringnum

Sumir eru sífellt hræddir um að týna giftingarhringum sínum. Hringarnir eru kannski ekki í öllum tilfellum svo dýrir en hafa flestir mikið tilfinningalegt gildi fyrir eigendur sína. 82 ára maður frá þýska bænum Bad Münstereifel áttaði sig á því að hann hafði týnt giftingarhring sínum eftir að hafa unnið í garðinum einn daginn. Þetta gerðist…Lesa meira

true

Russel Brand er orðinn faðir

Breski grínistinn, leikarinn og vandræðagemsinn Russel Brand er orðinn faðir. Tilkynnt var á miðvikudag að honum og kærustu hans Laura Gallacher hefði fæðst stúlka. Var það systir Laura, Kirsty Gallacher, sem tilkynnti heiminum að hún væri orðin móðursystir á Twitter að kvöldi síðasta miðvikudags. Heimildir herma hins vegar að Russell hafi sjálfur sagt frá fæðingu…Lesa meira

true

Angelina Jolie og Brad Pitt skilja

Leikonan og leikstjórinn Angelina Jolie hefur sótt um skilnað frá leikaranum Brad Pitt. Þau hafa verið í sambandi í tólf ár en gift síðan 2014. Saman eiga þau sex börn, þar af eru þrjú ættleidd. Jolie hefur sótt um að fá forræði yfir öllum börnunum en Pitt hafi áfram fullan umgengnisrétt.  Jolie sækist ekki eftir því…Lesa meira