Mannlíf

true

Fjölmenningarhátíð var haldin í Rifi

Fjölmenni mætti í Frystiklefann í Rifi á laugardaginn þegar fjölmenningarhátíðin var haldin. Að vanda var margt í boði og meðal annars mörg tónitaratriði og kynningar á nokkrum þjóðlöndum. Gestir fengu að smakka þjóðarrétti frá ýmsum löndum en alls eru erlendir ríkisborgarar frá 16 löndum búsettir í Snæfellsbæ og eru þeir jafnframt um 16% íbúa. Kári…Lesa meira

true

Færðu Grettislaug gjafir

Reynir Þór Róbertsson og Ása Fossdal, kaupmenn í Hólabúð á Reykhólum, komu færandi hendi á skrifstofu Reykhólahrepps á dögunum með gjafir til sundlaugarinnar Grettislaugar. Frá þessu er greint á Reykhólavefnum. Um er að ræða sundboli og -skýlur auk alls kyns hluta sem nýtast til sundæfinga. „Við þökkum innilega fyrir okkur,“ segir Ingibjörg Birna Erlingsdóttir á…Lesa meira

true

Nesballið var haldið í Klifi þetta árið

Um síðustu helgi var Nesballið haldið en það er árleg skemmtun eldri borgara á Snæfellsnesi. Skipst er á að halda ballið í Stykkishólmi, Grundarfirði og Snæfellsbæ. Var hún haldin félagsheimilinu Klifi í Ólafsvík. Þegar skemtunin er haldin í Snæfellsbæ sjá félagasamtök í bæjarfélaginu um hana og eru það Lionsklúbbur Ólafsvíkur, Lionsklúbburinn Rán og Lionsklúbburinn Þerna…Lesa meira

true

„Spennandi að stíga inn í pólitík í dag“

Eva Pandora Baldursdóttir er oddviti Pírata í Norðvesturkjördæmi. Hún er fædd og uppalin á Sauðárkróki og er með gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands. Nú stundar hún MPA nám í opinberri stjórnsýslu við sama skóla. Hún kemur nú fersk inn í stjórnmál en hún skráði sig nýlega í flokk Pírata, þótt hún hafi fylgst með…Lesa meira

true

Málar maríuhænur til styrktar Marek

Við Akranesvita á Breið má finna safn steina sem málaðir hafa verið sem maríuhænur. Hver steinn er einnig merktur með nafni og er þeim snyrtilega raðað neðan við skilti sem á stendur „For Marek“. Það er hin pólska Linda Zarzycka sem málar steinana og kemur þeim fyrir á Breiðinni. Ástæðan? Jú, hún er að safna…Lesa meira

true

Helstu stefnumál eru velferðar- og heilbrigðismálin

Skessuhorn mun í þeim tölublöðum sem koma út fram að kosningum til Alþingis 29. október næstkomandi eiga samtal við fulltrúa þeirra stjórnmálaflokka sem bjóða fram lista í Norðvesturkjördæmi. Lilja Rafney Magnúsdóttir skipar oddvitasætið á lista Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs í Norðvesturkjördæmi. Hún hefur setið á þingi í tvö kjörtímabil og bar nýverið sigur úr býtum…Lesa meira

true

Ætla að sigla yfir Atlantshafið á seglskútu

Borgfirðingurinn Hilmar Guðjónsson er þessa dagana staddur úti fyrir ströndum Skotlands á siglingu ásamt vini sínum Kristoffer Henriksson. Eru þeir um borð í 33 feta seglskútu, Tsamaya að nafni. „Núna erum við staddir rétt fyrir utan bæ sem heitir Cromarty, á austurströnd Skotlands. Við sigldum þangað inn í gær, ætluðum að komast til Inverness en…Lesa meira

true

Jacek spilar á minningartónleikum í Borgarneskirkju

Sunnudaginn 4. september næstkomandi kl. 17:00 verða tónleikar í Borgarneskirkju með píanóleikaranum Jacek Tosik-Warszawiak. Tónleikana heldur hann til minningar um vin sinn Magnús Valsson sem lést fyrr á þessu ári. Jacek flytur verk eftir Chopin og einnig munu hjónin Theodóra Þorsteinsdóttir og Olgeir Helgi Ragnarsson syngja nokkur íslensk og erlend lög með honum á tónleikunum.…Lesa meira

true

Sementsverksmiðjan aftur gerð að kvikmyndaveri

Það vakti mikla athygli fyrr á þessu ári þegar Sementsverksmiðjan fékk nýtt hlutverk þegar hún breyttist á svipstundu í kvikmyndaver fyrir bandarísku stórmyndina Fast 8. Nú fyrir síðustu helgi hafði verksmiðjan aftur breyst í kvikmyndaver en að þessu sinni töluvert smærra í sniðum. Þegar blaðamanni bar að garði var verið að taka upp stuttmyndina „Engir…Lesa meira

true

Tónleikar á Hvalfjarðarströnd og í Stykkishólmi

Sunnudaginn 28. ágúst kl. 14:00 verða fluttir söngtónleikar í Hallgrímskirkju í Saurbæ og þriðjudaginn 30. ágúst kl. 20:00 í Stykkishólmskirkju. Flytjendur verða Alexandra Chernyshova sópransöngkona, Lubov Molina kontraalt og Valeria Petrova sem spilar undir á píanó. Flutt verður tónverkið Stabat Mater eftir G. Pergolesi sem skrifað var fyrir sópran og alt kvenraddir. Verkið samdi tónskáldið…Lesa meira