Mannlíf

true

Ólafsdalshátíð verður haldin á laugardag

Laugardaginn 6. ágúst næstkomandi verður Ólafsdalshátíð haldin níunda sinni í Ólafsdal í Gilsfirði. Er það í annað skiptið sem hátíðin er haldin á laugardegi. „Tókst mjög vel til með það í fyrra. Er það von Ólafsdalsfélagsins að með því fjölgi þeim gestum á hátíðinni sem kjósa að verja helginni í Dölum, Reykhólasveit eða nágrenni,“ segir…Lesa meira

true

Smíðar handverk í skúrnum

„Þetta var bara gamalt lambahús fyrst þegar ég flutti hingað fyrir ellefu árum. Við breyttum þessu í skúr og hérna smíða ég,“ segir Aðalsteinn Vilbergsson um það leyti sem blaðamaður gengur inn í vinnuaðstöðu Aðalsteins. Skúrinn er ekki ýkja stór en snyrtilegur er hann og við blasir fín vinnuaðstaða ásamt fallegu handverki úr tré sem…Lesa meira

true

Markaður í Englendingavík í dag

Matar- og flóamarkaður verður haldinn í Englendingavík í Borgarnesi í dag, laugardaginn 30. júlí. Matur, kökur og alls kyns vörur verða á markaðsverði. Spákona verður á staðnum og leikdót fyrir börnin. Sultukeppni með veglegum vinningum. Markaðurinn verður opnaður ekki seinna en 13.00 og verður opinn til 18.00.Lesa meira

true

Söfnuðu ríflega 700 þúsund krónum fyrir Umhyggju

Á Reykhóladögum tók Seljanesfólks sig til og hélt uppboð á ýmsum varningi. Þátttaka í uppboðinu var góð, gestir fjölmargir og varð þar mikið mannamót. Söfnuðust á uppboðinu um 730 þúsund krónur og rennur ágóðinn óskiptur til Umhyggju, félags langveikra barna. Myndasyrpu frá Reykhóladögum er að finna í Skessuhorni vikunnar.Lesa meira

true

Unglingalandsmót hefst í dag

Um verslunarmannahelgina verður 19. Unglingalandsmót UMFÍ haldið í Borgarnesi. Um 1.500 keppendur eru skráðir á mótið og búist er við um 10- 15 þúsund manns í Borgarnes mótsdagana. Keppni hefst í fyrramálið með golfkeppni svo hefst keppni í körfubolta um hádegið. Alls verður keppt í 14 keppnisgreinum. Mjög fjölbreytt afþreyingardagskrá er í boði og opin…Lesa meira

true

Hlupu yfir Arnarvatnsheiði á 12 tímum

Síðastliðinn laugardag lauk 10 ára fjallvegahlaupaverkefni Stefáns Gíslasonar í Borgarnesi með hlaupi yfir Arnarvatnsheiði úr Miðfirði suður í Borgarfjörð. Þetta var fimmtugasta hlaupið í verkefninu og jafnframt það langlengsta, en samtals mældist vegalengdin 81,31 km. Hlaupinu luku Stefán og félagar hans á rúmum 12 klukkustundum og var vel fagnað af vinum og vandamönnum við vegamótin…Lesa meira

true

Eldri borgarar öttu kappi í golfi

Síðasta fimmtudag fór fram púttmót á Garðavelli milli eldri borgara á Akranesi og Borgarnesi. Púttvöllurinn er 18 holu völlur og keppt var í tveimur hópum. Töluverður fjöldi karla og kvenna tóku þátt í mótinu og ríkti mikil gleði í hópnum en Félag eldri borgara á Akranesi og nágrennis bar sigur úr býtum að þessu sinni. Þetta…Lesa meira

true

Óvæntir gestir á góðri stund

Nú um helgina fór fram bæjarhátíðin Á góðri stund í Grundarfirði. Hátíðin gekk vel og mikið líf og fjör var í bænum um helgina. „Það fór allt vel fram um helgina,“ sagði Aldís Ásgeirsdóttir framkvæmdastjóri hátíðarinnar. Á föstudaginn bættist heldur betur í tölu hátíðargesta þegar tvö skemmtiferðaskip lögðu að bryggju í Grundarfirði. Þetta voru skipin Costa…Lesa meira

true

Unglingalandsmót UMFÍ í Borgarnesi um helgina

Dagana 29. júlí til 1. ágúst fer fram unglingalandsmót UMFÍ í Borgarnesi. Mótið hefur verið haldið árlega frá árinu 1995 og er þetta því í 21. sinn sem mótið er haldið. Mótin eru fjölmenn og glæsileg fjölskyldu- og íþróttahátíð en þar koma saman þúsundir barna og unglinga ásamt fjölskyldum sínum og taka þátt í fjölbreyttri…Lesa meira

true

Olga með tónleika í Stykkishólmi og Flatey

Sönghópurinn Olga Vocal Ensemble verður með tónleika í Stykkishólmskirkju fimmtudaginn 28. júlí kl. 20 og í Flateyjarkirkju á Breiðafirði laugardaginn 30. júlí kl. 18. Olga Vocal Ensemble er alþjóðlegur sönghópur stofnaður árið 2012 í borginni Utrecht í Hollandi. Í hópnum eru tveir Íslendingar, tveir Hollendingar og Rússi sem ólst upp í Bandaríkjunum.  Strákarnir eiga það…Lesa meira