Mannlíf

true

Reykhóladagar hófust í dag

Byggðahátíðin Reykhóladagar er haldin hátíðleg dagana 21.-24. júlí. Á dagskrá er fjöldi viðburða víðs vegar um Reykhólasveit. Sú breyting verður frá fyrri árum að ekki verður formleg keppni um best skreytta húsið í Reykhólasveit. Íbúar eru þess í stað hvattir til að skreyta hús sín ánægjunnar vegna og njóta þess að gera fínt í hverfinu…Lesa meira

true

Sveitamarkaður í Nesi á laugardag

Sveitamarkaður Framfarafélags Borgarfjarðar verður í annað skipti í sumar haldinn í Nesi í Reykholtsdal næsta laugardag frá klukkan 13 til 17. Fjölbreytt úrval spennandi varnings verður til sölu. Nefna má náttúruleg steinefni unnin úr heita vatninu, afurðir beint frá býli, kindaskinn, fatnaður, skartgripir, grænmeti, jarðaber og margt fleira. Síðan er vöfflusala Ungmennafélags Reykdæla á sínum…Lesa meira

true

Baggað í Borgarfirði

Það má með sanni segja að veðrið hafi leikið við landsmenn upp á síðkastið, þá ekki síst í uppsveitum Borgarfjarðar. Bændur hafa þar á bæjum verið duglegir við að nýta blíðviðrið í heyannir fyrir veturinn. Þá eru stórvirku rúllu- og pökkunarvélarnar dregnar fram og látnar leika listir sínar við túnin á methraða. En við og…Lesa meira

true

Komin heim eftir tveggja ára siglingu

Hjónin og Skagamennirnir Kristófer Oliversson og Svanfríður Jónsdóttir komu til hafnar Akranesi í gær eftir tveggja ára siglingu um heimsins höf á skútunni Hug frá Reykjavík. Sigling þeirra hófst í Króatíu fyrir fyrir tveimur árum síðan. Þaðan sigldu þau til Kanaríeyja, svo Grænhöfðaeyja og þaðan til Santki Lúsíu í austurhluta Karabíska hafsins. „Þaðan förum við…Lesa meira

true

Á góðri stund í Grundarfirði um helgina

Bæjarhátíðin Á góðri stund haldin er haldin hátíðleg 18. árið í röð í Grundarfirði um helgina, en í ár er sjötta árið sem Hátíðarfélagið sér um hana. Aldís Ásgeirsdóttir er framkvæmdastjóri hátíðarinnar í ár og segir hún að undirbúningur gangi vel. „Það gengur mjög vel og allt að verða klárt,“ segir Aldís í samtali við…Lesa meira

true

Tímamót í Reykholti

Júlí 2016 er merkismánuður í sögu Reykholts í Borgarfirði. Um þessar mundir eru 20 ár síðan fyrsta sýningin var sett upp í Snorrastofu. Markar það upphaf ferðaþjónustu í stofnuninni. Dagana 22. til 24. júlí munu sóknarbörn og fleiri fagna 20 ára vígsluafmæli Reykholtskirkju, en hún var vígð 28. júlí árið 1996 af herra Sigurði Sigurðarsyni…Lesa meira

true

Byrjar að rækta nýja hundategund á Íslandi

„Ertu hrædd við hunda?“ spyr Hjördís Helga Ágústsdóttir blaðamann þegar við kíktum í heimsókn til hennar fyrir helgina. Blaðamaður svarar því neitandi og fær þá hlýjar móttökur af hvítum, loðnum og stórum hundi sem minnir helst á ísbjörn, ekki að blaðamaður hafi séð ísbjörn. Hann hefur fengið nafnið Klaki sem er vel viðeigandi fyrir þennan…Lesa meira

true

Minningarbekkur vígður um Skúla Alexandersson

  Minningarbekkur um Skúla Alexandersson, Strandamanninn og Sandarann, fyrrum oddvitann og alþingismanninn, var vígður við Bjarmahúsið á Hellissandi síðastliðinn föstudag. Anton Ingólfsson smíðaði bekkinn og var það Drífa dóttir Skúla, sem afhjúpaði bekkinn að viðstöddu fjölmenni. Skúli fæddist og ólst upp á Ströndum, flutti til Hellissands árið 1952 eftir nám í Samvinnuskólanum til að vinna…Lesa meira

true

Beckham við veiðar í Langá

,,Konan kallaði á mig og sagði að David Beckham væri að veiða hérna fyrir neðan bústaðinn okkar við Langá. Ég fór og náði í kíki en var ekki viss,“ sagði Ingvi Hrafn Jónsson sem var við Langá á Mýrum þar sem David Beckham hefur verið við veiðar síðustu daga með fjölskyldu sinni og íslenskum vinum…Lesa meira

true

Fimmtán laxar komnir á land í Reykjadalsá

,,Veiðin hefur verið allt í lagi i Reykjadalsá og núna eru komnir 15 laxar á  land og hann er 14 pund sá stærsti,, sagði Óskar Færseth er við spurðum stöðuna í ánni fyrir helgi. Tíminn í Reykjadalsá er að byrja núna svo þetta er í góðu lagi. ,,Við erum bara hressir með þessa stöðuna í…Lesa meira