Mannlíf

true

KB mótaröðinni lokið þetta árið

Síðasta mótið í KB mótaröðinni í hestaíþróttum fór fram í Faxaborg um liðna helgi. Mótið gekk vel fyrir sig í alla staði og var árangur keppenda góður, að sögn mótshaldara. Það var LIT liðið (lið Lögfræðistofu Inga Tryggvasonar) sem bar sigur úr býtum í liðakeppninni en skammt á hæla þess kom lið Líflands, Berserkir urðu…Lesa meira

true

Eva Margét glansaði inn í úrslit

„Þú ert Borgfirðingum til sóma, nær og fjær,“ sagði Borgfirðingurinn Jakob Frímann Magnússon, einn dómara í Ísland Got Talent, í þættinum á sunnudaginn á Stöð2. Þetta sagði Stuðmaðurinn eftir magnaða frammistöðu söngkonunnar Evu Margrétar í þriðja og síðasta undanúrslitaþættinum. Eva Margrét er ættuð úr Borgarnesi, alin upp í Reykholtsdalnum en stundar nám við Landbúnaðarháskóla Íslands…Lesa meira

true

Hoppukastalafjör á pálmasunnudegi

Það hefur skapast hefð fyrir því að á pálmasunnudegi sé kirkjuskóli í Grundarfjarðarkirkju og eftir kirkjuskólann sé hoppukastalafjör uppi í íþróttahúsi bæjarins. Það var engin breyting á að þessu sinni þegar ærslafullir krakkar hoppuðu af gríð og erg í íþróttahúsinu. Séra Aðalsteinn Þorvaldsson hefur séð um hoppukastalafjörið og var engin breyting á því í þetta…Lesa meira

true

Óskar Þór er rósahafi vikunnar í Vetrarkærleiknum

Óskar Þór Óskarsson fékk rós vikunnar í Vetrar-Kærleik Blómasetursins – Kaffi kyrrðar í Borgarnesi. Rósina fékk Óskar fyrir, eins og segir í tilnefningunni: „Að safna heimildum í máli og myndum og varðveita þannig, á skemmtilegan og mannlegan hátt, sögu liðins tíma. Hann er snillingur og frábær náungi.“Lesa meira