Mannlíf

true

Borgfirðingur með stóru B-i og telur dreifbýlið sitja á hakanum

Birna Guðrún Konráðsdóttir á Borgum í Stafholtstungum hefur vermt formannssætið í Veiðifélagi Norðurár frá árinu 2009 og verið í stjórn félagsins frá 2005, þrátt fyrir að vera ekki mikil veiðikona sjálf. „Það er örugglega ágætt að ég sé ekki með veiðidellu. Þá væri ég eflaust alltaf að freistast til að komast í veiði sjálf og…Lesa meira

true

Húlladúlla á Akratorgi á laugardag

„Húlladúllan verður á Akratorgi á Akranesi með heila hrúgu af húllahringjum á milli klukkan tvö og fjögur á laugardaginn (11. júní). Hún verður með litla krakkahringi, hringi fyrir fullorðna og nokkra risahringi fyrir sérstaklega hávaxna byrjendur. Húllafjörið og kennslan er ókeypis en þáttakendur eru hvattir til að leggja nokkra aura í söfnunarkrukkuna svo Húlladúllan geti…Lesa meira

true

Gerði tónlistarmyndband við lag Védísar

Kvikmyndagerðarkonan Dögg Mósesdóttir úr Grundarfirði er þekkt fyrir kvikmyndahátíð sína Northern Wave sem hún heldur á hverju hausti í heimabæ sínum. Dögg segir að nú hafi hún opnað fyrir umsóknir fyrir stuttmyndir og tónlistarmyndbönd fyrir hátíðina. En Dögg fæst við ýmislegt fleira. „Ég var sjálf að gefa út nýtt tónlistarmyndband fyrir tónlistarkonuna Védísi Hervöru, en…Lesa meira

true

Hringferðin kom við í Snæfellsbæ

Undanfarið hafa þrír ungir tónlistarmenn verið á ferð um landið og haldið tónleika á mörgum stöðum. Kalla þau tónleikaferðina sína Hringferðina. Þarna eru á ferðinni þau Mummi, Alda Dís og Aron og héldu þau tónleika í Snæfellsbæ síðastliðinn sunnudag í Félagsheimilinu Klifi. Þau Alda Dís og Mummi eru síður en svo ókunnug í Snæfellsbæ en…Lesa meira

true

Frumleg áritun sendibréfs en dugði þó

Rebecca Cathrine Kaad Ostenfeld bóndi á Hólum í Hvammssveit fékk skemmtilega póstsendingu í lok marsmánaðar. Henni barst umslag með frumlegustu áletrun sem henni hefur borist fram til þessa. Nokkrir erlendir ferðamenn sem höfðu átt viðdvöl í sveitinni á Hólum gerðu tilraun til að senda Rebeccu og fjölskyldu póstkort án heimilisfangs. Á umslagið var þó ritað…Lesa meira

true

Litahlaupið og Alvogen styrkja góðgerðarfélög

Samfélagssjóður The Color Run og lyfjafyrirtækisins Alvogen veitir tveimur íslenskum góðgerðarfélögum styrk í tengslum við litahlaupið sem haldið verður í miðbæ Reykjavíkur 11. júní næstkomandi. Sex milljónum króna verður úthlutað til Rauða krossins og Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra vegna verkefna sem tengjast réttindum og velferð barna á Íslandi. Samfélagssjóðurinn var stofnaður á síðasta ári þegar…Lesa meira

true

Tækniframfarir hafa breytt miklu hjá lögreglunni

Margt hefur breyst í þjóðfélaginu á 37 árum og er starf lögreglunnar ekki þar undanskilið. Kristvin Ómar Jónsson hefur starfað við löggæslu síðustu 37 ár eða allt þar til hann lét af störfum í lok síðasta mánaðar, 65 ára að aldri. „Það sem hefur helst breyst hjá okkur í löggunni á þessum árum er tæknin…Lesa meira

true

Úr markmannshönskum í sjóhanska

Það var ekki á Einari Hjörleifssyni, markmanni Víkings Ólafsvíkur, að sjá að hann hafi munað um að verja vítaspyrnu frá Garðari Gunnlaugssyni í 3-0 sigri Víkings gegn ÍA í Vesturlandsslag Pepsi deildar karla í gærkvöldi. Markmaðurinn knái er áhafnarmaður á aflaskipinu Guðmundi Jenssyni SH. Á hádegi í dag, þriðjudag, var skipið komið til Ólafsvíkurhafnar með 20…Lesa meira

true

Samfelld tónlistarveisla á afmæli Tónlistarfélags Borgarfjarðar

Á uppstigningardag hélt Tónlistarfélag Borgarfjarðar upp á hálfra aldar afmæli sitt með því að bjóða til tónlistarviðburða þann dag allan. Áætlað er að um 600 gestir hafi mætt á viðburðina sem í boði voru víðsvegar um Borgarnes. Dagskráin hófst með söng Söngbræðra í Brákarhlíð, síðan sat Birgir Þórisson við flygill Barónsins á Hvítárvöllum í Safnahúsinu.…Lesa meira

true

Frumflutti Tegami-bréfið

  Á helgistund í Hjarðarholtskirkju í Dölum fyrr í þessum mánuði frumflutti Helga Möller söngkona lagið Tegami-bréfið eftir japanska tónlistarmanninn Ryoichi Higuchi við texta Þorsteins Eggertssonar. Tegami-bréfið er boðskapur um ást og virðingu fyrir fullorðnu fólki og biðlar það til okkar að sýna fólkinu okkar virðingu á efri árum. Listamaðurinn Ryoichi Higuchi hefur flutt Tegami-bréfið…Lesa meira