Mannlíf

true

Styrkir afhentir til skóla-, íþrótta- og menningarmála á Akranesi

Styrkir Akraneskaupstaðar til skóla-, íþrótta- og menningartengdra verkefna voru afhentir við hátíðlega athöfn á Bókasafni Akraness á fimmtudag. Um var að ræða úthlutanir úr styrktarsjóði til íþrótta- og menningarverkefna að verðmæti 7,2 milljónir króna og 2,5 milljónir króna til þróunar- og nýsköpunarverkefna úr þróunarsjóði skóla- og frístundasviðs. Elsa Lára Arnardóttir, formaður bæjarráðs, bauð gesti samkomunnar…Lesa meira

true

Jarðarstund á Snæfellsnesi á laugardagskvöld

Næstkomandi laugardag, 30. mars, verður umhverfisviðburðurinn Earth Hour, eða Jarðarstund, haldinn í tólfta skipti. Um er að ræða árlegan alþjóðlegan viðburð þar sem milljónir jarðarbúa sameinast um að vekja athygli á loftslagsmálum. Af því tilefni munu sveitarfélög á Snæfellsnesi, í samstarfi við RARIK, taka þátt með því að slökkva á götuljósum milli kl. 20:30 og…Lesa meira

true

Verkfall fyrir loftslagið á Akranesi

Skólafólk á Akranesi fór í verkfall fyrir loftslagið á Akranesi í dag. Milli 80 og 90 manns voru þar saman komin í hádeginu til að vekja athygli á málstaðnum. Flestir eru á fjölbrautaskólaaldri en þó nokkuð af grunnskólakrökkum líka, allt niður í 5. bekk, sem og eldra fólk sem lokið hefur skólagöngu en brennur fyrir…Lesa meira

true

Lofslagsverkfall á Akranesi á morgun

Boðað hefur verið lofslagsverkfalls á Akratorgi á Akranesi á morgun, föstudaginn 14. mars kl. 12:00. Er það að fyrirmynd bylgju loftslagsverkfalla sem hin sænska Greta Thunberg hefur komið af stað meðal ungmenna víða um heim. Á sama tíma verða verkföll fyrir loftslagið á yfir 1300 stöðum í heiminum í 98 löndum. Það eru nemendur í…Lesa meira

true

Fríða Kristín er nýr viðburðastjóri Akraneskaupstaðar

Fríða Kristín Magnúsdóttir hefur verið ráðin til að sjá um viðburði á vegum Akraneskaupstaðar og tók hún við starfinu 1. mars síðastliðinn. Hún er sjúkraliði að mennt með diplómu í viðburðastjórnun frá Háskólanum á Hólum og starfar í dag sem stuðningsfulltrúi í Brekkubæjarskóla og sem sjúkraliði á Heilbrigðisstofnun Vesturlands. Hún er fædd og uppalin á…Lesa meira

true

Líf og fjör á öskudaginn

Að venju var líf og fjör á öskudaginn síðastliðinn miðvikudag. Börn um allan landshlutann klæddu sig upp, fóru í heimsóknir til fyrirtækja og vinnustaða þar sem þau sungu og fengu eitthvað gott að launum.Lesa meira

true

„Fyrir mig var þessi ferð dálítið eins og uppgjör við liðinn tíma“

Við hverfum rúm sjötíu ár aftur í tímann. Á bæinn Uppsali í Hálsasveit er ellefu ára drengur sendur í vist til vandalausra. Móðir hans hafði alið hann upp ein, fyrstu þrjú árin á Húsavík við Skjálfandaflóa, en eftir það í Reykjavík þar sem hún vann þau störf sem buðust. Kjörin voru afar kröpp, svo bág…Lesa meira

true

Færði Krabbameinsfélagi Akraness peningagjöf

Soffía G. Þórðardóttir ljósmóðir fagnaði nýverið 70 ára afmæli sínu. Á afmælisdaginn afþakkaði hún gjafir en hafði þess í stað söfnunarkassa og tók við frjálsum framlögum. Alls söfnuðust í kassann 208.500 kr., sem Soffía ákvað að láta renna til Krabbameinsfélags Akraness og heiðra þannig minningu föður síns, Þórðar Jónssonar og systur sinnar, Agnesar Sigrúnar Þórðardóttur,…Lesa meira

true

Eldri borgarar í Grundarfirði á fullu í ræktinni

Félag eldri borgara í Grundarfirði og Grundarfjarðarbær hafa komið af stað verkefni um heilsueflingu fyrir íbúa sem eru 60 ára og eldri eða búa við örorku. Verkefnið er í samvinnu við Grundarfjarðardeild Rauða Kross Íslands og með aðkomu Heilbrigðisstofnunar Vesturlands og fleiri aðila. Boðið er upp á tíma í líkamsræktinni tvisvar í viku og svo…Lesa meira

true

Kvenfélagið styrkir sjúkraþjálfun

Kvenfélagið Gleym mér ei í Grundarfirði færði á dögunum Heilsugæslustöð Grundarfjarðar ný áhöld til notkunar við sjúkraþjálfunaraðstöðu stöðvarinnar. Þarna var nýtt hlaupabretti, nýtt hlaupahjól og nýr æfingabolti. Það voru þau Agnes Sif Eyþórsdóttir og Mohan Angamuthu sjúkraþjálfari sem veittu gjöfunum viðtöku.Lesa meira