Mannlíf

true

Bláa lónið kostar meðferðarúrræði við psoriasis

Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) og Bláa Lónið hf. hafa gert með sér samning sem felur í sér að hér eftir mun Bláa lónið veita íslenskum psoriasissjúklingum meðferð þeim að kostnaðarlausu og án opinberrar greiðsluþátttöku. Heilbrigðisráðherra staðfesti samninginn í vikunni. Bláa Lónið hefur frá árinu 1994 veitt  meðferð við psoriasis. Meðferðin er viðurkennd af íslenskum heilbrigðisyfirvöldum sem …Lesa meira

true

Segir starf skólans hafa verið farsælt og vel staðið á bakvið það

Lárus Sighvatsson lætur af störfum sem skólastjóri Tónlistarskólans á Akranesi þegar kennslu lýkur nú í vor. Hann hefur gegnt stöðunni í rúmlega þrjá áratugi. „Ég flutti á Akranes 1981 og fór að kenna í tónlistarskólanum, þangað sem ég var ráðinn sem blásarakennari. Ég tók síðan við af Jóni Karli Einarssyni sem skólastjóri fjórum árum síðar,“…Lesa meira

true

Háskólalestin kom við í Búðardal

Háskólalestin mætti í Auðarskóla í Búðardal á föstudaginn og bauð upp á valin námskeið úr Háskóla unga fólksins fyrir unglingadeildirnar í Auðarskóla og á Reykhólum. Unnið var í stöðvum en alls voru sjö kennslustofur nýttar í stöðvavinnuna. Á laugardaginn var svo vísindaveisla í félagsheimilinu Dalabúð þar sem almenningi bauðst að spreyta sig á hinum ýmsu…Lesa meira

true

Spurt í þaula

Fyrra undanúrslitakvöld í spurningakeppni Snæfellsbæjar fór fram í Röst á Hellissandi síðasta föstudagskvöld. Að venju voru það Lionskonur í Þernunni sem stóðu fyrir kvöldinu. Fjögur lið af sex sem komust í undanúrslit tóku þátt, lið Valafells keppti á móti liði GSNB Ólafsvík og lið Átthagastofu keppti á móti GSNB Hellissandi – skvísur. Búið var að…Lesa meira

true

Dagur umhverfisins í Hvalfjarðarsveit

Degi umhverfisins voru gerð góð skil í skólum Hvalfjarðarsveitar; Skýjaborg og Heiðarskóla. Skólarnir eru grænfánaskólar og leggja mikla áherslu á umhverfismennt en á degi umhverfisins nýttu báðir skólarnir tækifærið og veðurblíðuna til útivistar og hreinsunar á umhverfinu. Eldri deild leikskólans Skýjaborgar fór í gönguferð um Melahverfið með það fyrir augum að tína rusl og gera…Lesa meira

true

Skólameistarinn sýndi fordæmi og hvatti aðra til blóðgjafar

Blóðbankabíllinn kemur reglulega á Vesturland eins og lesendur Skessuhorns hafa orðið varir við. Í þessum ferðum er safnað blóði úr landsmönnum og komið til móts við þá sem ekki hafa tök á að heimsækja höfuðstöðvar Blóðbankans í Reykjavík. Bíllinn var staddur í Grundarfirði í síðustu viku til blóðsöfnunar eins og hann gerir tvisvar á ári.…Lesa meira

true

Snæfellsbær kominn í átta liða úrslit

Í gær hófst á ný keppni í Útsvari, spurningakeppni sveitarfélaganna á RÚV, en keppnin hefur sem kunnugt er verið í hléi vegna Gettu Betur. Þar mættust Snæfellsbær og Rangárþing ytra í síðustu viðureigninni í 16 liða úrslitum.   Jafnt var á með liðunum frá fyrstu mínútu og viðureignin jöfn og spennandi. Fór svo að lokum að…Lesa meira

true

Snæfellsbær keppir í Útsvari í kvöld

Í kvöld, miðvikudaginn 23. mars, hefst á ný keppni í Útsvari, spurningakeppni sveitarfélaganna á RÚV. Venju samkvæmt var gert hlé á keppninni vegna Gettu betur. Aðeins ein viðureign er eftir í 16 liða úrslitum og þar eigast við Snæfellsbær og Rangárþing ytra. Lið Snæfellsbæjar skipa þeir Sigfús Almarsson, Örvar Marteinsson og Guðmundur Reynir Gunnarsson. Sem…Lesa meira

true

Danssýning á Akranesi í kvöld

Tvö ung og efnileg danspör frá Akranesi munu taka þátt í alþjóðlegri danskeppni í Blackpool í Englandi í lok mánaðarins. Danspörin efnilegu eru Almar Kári Ásgeirsson og Demi van den Berg annars vegar og Tristan Sölvi Jóhannsson og Rósa Kristín Hafsteinsdóttir hins vegar. Í tilefni af fyrirhugaðri keppnisferð þeirra hafa þau ákveðið að boða til…Lesa meira

true

Fúsi Fljótsdælingur hefur reynt ýmislegt um ævina

Vigfús Friðriksson, betur þekktur sem Fúsi Fljótsdælingur, er orðinn mörgum Borgfirðingum og nærsveitamönnum góðkunnur. Undanfarin tvö ár hefur hann starfað sem sölumaður í Kaupfélagi Borgfirðinga og lætur vel af þeim vinnustað. Hann býr nú á Bifröst ásamt eiginkonu sinni, Guðveigu Eyglóardóttur hótelstýru. Hún er Borgnesingur en Fúsi er, eins og viðurnefnið gefur til kynna, Fljótsdælingur…Lesa meira