Atvinnulíf

true

Einn missti stýrið og annar fékk í skrúfuna

Síðastliðinn miðvikudag hófst vinna við að koma fyrir nýrri skólplögn sem liggja á frá hreinsunar- og dælustöðinni í Brákarey í Borgarnesi og út á fjörðinn. Lögnin er 450 millimetrar í þvermál og 670 metra löng. Starfsmenn Ístaks sjá um að koma lögninni fyrir í verktöku fyrir Veitur ohf. Gekk framkvæmdin á miðvikudag ekki eins og…Lesa meira

true

Bygging íbúðarhúsnæðis að aukast aftur

Fyrirtækið Loftorka í Borgarnesi var stofnað árið 1962 og hefur alla tíð verið áberandi í byggingageiranum, ekki síst á Vesturlandi. Loftorka er afgerandi stærsti framleiðandi landsins í forsteyptum byggingaeiningum og eini steinröraframleiðandi á Íslandi. Hjá fyrirtækinu starfa rúmlega eitt hundrað manns þegar allt er talið. Þar af er drjúgur hluti starfsfólks háskólamenntaður, verk- og tæknifræðingar…Lesa meira

true

Þekktur matarbloggari heimsækir Café Kaja

Eins og Skessuhorn hefur áður greint frá opnaði Karen Jónsdóttir kaffihús á Akranesi fyrr í sumar og gaf því nafnið Café Kaja. Er það eina lífræna kaffihús landsins, þar sem allir drykkir og meðlæti er unnið úr lífrænu hráefni. Kaffihúsið vakti athygli matgæðingsins Alberts Eiríkssonar, sem undanfarin fimm ár hefur haldið úti matarblogginu vinsæla Alberteldar.com.…Lesa meira

true

Krónan sterkari gagnvart evru en hún var fyrir hrun

Síðustu þrjá daga hefur gengi evru gagnvart íslensku krónunni verið undir 135. Svo lágt hefur það ekki verið skráð síðan í september 2008, eða skömmu fyrir gjaldþrot íslensku bankanna og hrun fjármálakerfisins. Fyrir útflutningsgreinar eins og ferðamennsku, sjávarútveg og iðnað hefur þetta neikvæð áhrif, en jákvæð á verð innfluttrar vöru, íslenska ferðamenn erlendis og fjölmarga…Lesa meira

true

Veiðistaðurinn opnaður í Búðardal

Nýr veitingastaður var opnaður við Vesturbraut í Búðardal í liðinni viku. Ber staðurinn nafnið Veiðistaðurinn og eru Baldur Þórir Gíslason og Harpa Sif Ingadóttir eigendur staðarins. „Veitingastaðurinn er hugsaður sem sjávarréttastaður að megninu til og erum við með einfaldan matseðil, t.d. krækling, fisk og franskar, fiskisúpu og heimagerðan fiskborgara, auk þess sem við ætlum að…Lesa meira

true

Selur fólki minningar

Frá því um síðasta vetur hefur staðið yfir bygging tveggja viðbygginga við Gistiheimilið Langaholt á Snæfellsnesi. Þorkell Sigurmon Símonarson, eða Keli vert eins og hann er betur þekktur, vill ekki fullyrða um hvenær viðbyggingarnar verði opnaðar. „Þær verða opnaðar sem fyrst. Maður þorir ekki að segja meira; það virðist nefnilega alltaf bætast frekar við verkið…Lesa meira

true

„Ég er alveg sáttur við vertíðina“

Veðrið lék við Hólmara þegar blaðamann bar að garði í Stykkishólmshöfn síðasta miðvikudag. Þar hitti hann fyrir Guðmund Gunnlaugsson sem var að ísa glænýja grásleppu. Guðmundur rær ásamt eiginkonu sinni Dagbjörtu Bæringsdóttur á Kristbjörgu SH-084. „Við erum búin að fara nokkur ár saman á grásleppu,“ segir Guðmundur, en þau eiga bátinn ásamt tengdasyninum. „Við fórum…Lesa meira

true

Byrjar að rækta nýja hundategund á Íslandi

„Ertu hrædd við hunda?“ spyr Hjördís Helga Ágústsdóttir blaðamann þegar við kíktum í heimsókn til hennar fyrir helgina. Blaðamaður svarar því neitandi og fær þá hlýjar móttökur af hvítum, loðnum og stórum hundi sem minnir helst á ísbjörn, ekki að blaðamaður hafi séð ísbjörn. Hann hefur fengið nafnið Klaki sem er vel viðeigandi fyrir þennan…Lesa meira

true

Skóflustunga tekin að þjónustumiðstöð á Arnarstapa

Eins og Skessuhorn greindi frá í lok júní er stefnt á að reisa 300 fermetra þjónustumiðstöð á Arnarstapa. Er það fyrirtækið Snjófell ehf, sem á og rekur Arnarbæ á Arnarstapa, sem stendur fyrir þessari uppbyggingu á svæðinu. Sverrir Hermannsson, eigandi og framkvæmdarstjóri Snjófells, tók fyrstu skóflustungan af þjónustumiðstöðinni á fimmtudaginn, 7. júlí. Áætlað er að þjónustumiðstöðin…Lesa meira

true

Vigdísarvöllur og Guðnagrund í Ausu

Laugardaginn 29. júní árið 1980 vakti Ísland athygli umheimsins, líkt og nú. Þá var Vigdís Finnbogadóttir kjörin forseti Íslands. Í þessum kosningum bar hún sigurorð af þremur körlum. Dagana fyrir kosninguna starfaði Ólafur Jóhannesson bóndi og vélamaður á Hóli í Lundarreykjadal að jarðvinnslu fyrir bændurna Jón og Auði í Ausu. Við það verk var hann…Lesa meira