Atvinnulíf

true

Fyrsta langreyðurin veidd

Fyrsta langreyður nýhafinnar hvalvertíðar var dregin á land í hvalstöðinni í Hvalfirði seint á fimmtudagskvöld. RÚV greindi frá. Langreyðurin var 67 feta löng og 80 tonn að þyngd. Það var Hvalur 8, sem siglt var á miðin á mánudagskvöld, sem kom með dýrið að landi. Þar voru sýni tekin úr því og hvalurinn síðan skorinn.Lesa meira

true

Vilja gera Húsafell að áfangastað sem allir vilja heimsækja

Á undanförnum árum hefur mikil uppbygging átt sér stað á Húsafelli í Borgarfirði. Þar var Hótel Húsafell opnað árið 2015 og hefur hótelið nú fengið viðurkenningu National Geographic Unique Lodges of the World sem framúrskarandi gististaður á heimsvísu. Til að fá þessa viðurkenningu þarf að uppfylla mjög strangar gæðakröfur en aðeins um 60 aðrir gististaðir…Lesa meira

true

Fyrsti veitingastaðurinn opnaður á Reykhólum

Veitingastaðurinn 380 Restaurant var opnaður á Reykhólum 14. júní síðastliðinn. Staðurinn verður rekinn af hjónunum Reyni Þór Róbertssyni og Ásu Fossdal en þau reka Hólabúð á Reykhólum. „Þetta er fyrsti veitingastaðurinn sem opnaður er á Reykhólum og er langþráður draumur að rætast. Til að byrja með verðum við með sæti fyrir 24 en salurinn getur…Lesa meira

true

Opnuðu smáhýsagistingu í Hörðudal

Í Hlíð í Hörðudal í Dalasýslu hafa hjónin Guðrún Björg Bragadóttir og Guðlaugur Sigurgeirsson opnað lítið ferðaþjónustufyrirtæki sem hefur fengið nafni Dalahyttur. Þar hafa þau sett upp þrjú smáhýsi og móttökuhús með litlum matsal. Smáhýsin eru 12 fermetrar að stærð vel búin með baðherbergi, eldunaraðstöðu og svefnplássi fyrir þrjá. Þau Guðrún og Guðlaugur fluttu úr…Lesa meira

true

Segir Hval meina starfsfólki sínu að vera í VLFA

Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, segir í pistli á Facebook-síðu sinni í gær að forsvarsmenn Hvals hf. hafa bannað starfsfólki sínu að vera meðlimir í Verkalýðsfélagi Akraness. „Þegar starfsmenn komu til fundar með forsvarsmönnum Hvals í morgun [miðvikudaginn 20. júní; innskot blaðamanns] þá var þeim tilkynnt að enginn mætti vera í Verkalýðsfélagi Akraness heldur yrðu…Lesa meira

true

Íslenska ríkið tekur við Hvalfjarðargöngum í haust

Gjaldtöku verður hætt í september Íslenska ríkið tekur við Hvalfjarðargöngum í haust og einkahlutafélaginu Speli, sem á og rekur göngin, verður slitið. Gjaldheimtu í göngin verður hætt í septembermánuði. Nánari tímasetning verður að líkindum ákveðin og tilkynnt í ágúst. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Spalar. „Sá möguleiki var ræddur fyrst á árinu 2009…Lesa meira

true

Hvalveiðar hafnar að nýju

Hvalveiðar hófust að nýju eftir tveggja ára hlé síðastliðið þriðjudagskvöld þegar Hval 8 var siglt til veiða. Tvö hvalveiðiskip verða gerð út í sumar, Hvalur 8 og Hvalur 9. Búist er við því að síðarnefndi báturinn haldi á miðin um helgina. Haft er eftir Kristjáni Loftssyni, stjórnarformanni Hvals hf., í Morgunblaðinu í dag að veðrið…Lesa meira

true

Heilt yfir góður gangur í grásleppunni

Grásleppuvertíðin við innanverðan Breiðafjörð stendur nú sem hæst. Flestum grásleppubátum í landshlutanum er róið frá Stykkishólmi. Einn þeirra sem rær á grásleppu er Einar Jóhann Lárusson í Ögri, sem rær á Kviku SH-292. „Þetta er einn af minnstu bátunum í flotanum,“ segir Einar í samtali við Skessuhorn. Faðir hans, Lárus Franz Hallfreðsson, rær til skiptis…Lesa meira

true

B59 Hotel hefur verið opnað í Borgarnesi

Opnunarhátíð nýs fjögurra stjörnu lúxushótels, B59 Hotel, fór fram síðastliðinn föstudag í Borgarnesi. Capital hotels rekur B59 Hotel, sem dregur nafnið sitt af staðsetningunni miðsvæðis í bænum að Borgarbraut 59, beint á móti Hyrnutorgi. Léttar veitingar og tónlistaratriði frá Hljómlistarfélagi Borgarness var í boði fyrir gesti og gangandi sem fengu að ganga um nýja hótelið…Lesa meira

true

Baldur siglir að nýju eftir bilun

Siglingar Breiðafjarðarferjunnar Baldurs eru hafnar að nýju eftir stutt hlé vegna bilunar. Verður skipinu siglt samkvæmt áætlun frá og með deginum í dag, að því er fram kemur á heimasíðu Sæferða. Bilun kom upp í bátnum síðastliðinn föstudag og var undireins hafist handa við viðgerð. Varahlutur sem panta þurfti erlendis frá kom til landsins í…Lesa meira