Atvinnulíf

true

Verslunin Nordic Store opnuð í Borgarnesi

Verslunin Nordic Store var opnuð í Borgarnesi 15. júní síðastliðinn í húsnæði Arionbanka við Digranesgötu. Fyrir eru tvær Nordic Store verslanir, báðar í miðbæ Reykjavíkur og sú þriðja verður opnuð þar á næstunni. Steinunn Bjarnadóttir var ráðin sem verslunarstjóri í Borgarnesi en hún er menntaður grunnskólakennari og var áður að kenna í Grunnskólanum í Borgarnesi.…Lesa meira

true

Þróunarfélag Grundartanga stofnað

Fyrr í dag var undirritaður stofnsamningur Þróunarfélags Grundartanga ehf. Aðilar samningsins eru; Akraneskaupstaður, Borgarbyggð, Faxaflóahafnir sf., Hvalfjarðarsveit, Reykjavíkurborg og Skorradalshreppur. Stofnun félagsins hefur legið í loftinu í töluverðan tíma og var viljayfirlýsing undirrituð í nóvember 2014. Þegar viljayfirlýsingin var undirrituð var Kjósahreppur í hópi með þeim aðilum sem undirrituðu samninginn í dag en þeir drógu…Lesa meira

true

Fjöldi íbúða Háskólans á Bifröst settur á sölu

Háskólinn á Bifröst skrifaði nýverið undir samning við Íbúðalánasjóð um fjárhagslega endurskipulagningu vegna íbúða á Bifröst. Í framhaldinu voru auglýstar til sölu tvær eignir á Bifröst. Um er að ræða rétt tæpar hundrað íbúðir, annars vegar í Sjónarhól og hins vegar að Hamragörðum 1. Sjónarhóll er fjölbýlishús sem stendur vestan við skólahúsin en Hamraborg 1 hýsir…Lesa meira

true

Kortavelta ferðamanna jókst um fimmtíu prósent

Í maí síðastliðnum nam erlend greiðslukortavelta tæpum 20 milljörðum króna samanborið við rúmlega 13 milljarða í sama mánuði 2015. Um er að ræða 51,4% aukningu á milli ára. Í tilkynningu frá Rannsóknasetri verslunarinnar kemur fram að kortavelta ferðamanna jókst á milli ára í öllum útgjaldaliðum í maí. Erlendir ferðamenn greiddu tæpar 600 milljónir með kortum…Lesa meira

true

Örn í Heiðarskóla verðlaunaður fyrir framúrskarandi störf

Menntavísindasvið Háskóla Íslands veitti nýverið fimm kennurum viðurkenningar fyrir framúrskarandi störf. Verðlaunin eru afrakstur kynningarátakisins „Hafðu áhrif“ sem menntavísindasvið stóð fyrir á vormánuðum en þar gafst landsmönnum kostur á að tilnefna eftirminnilega kennara á vefsíðunni hafduahrif.is. Sögum þjóðþekktra einstaklinga var safnað á vef átaksins og í stuttum myndböndum sögðu þeir frá kennurum sem hafa haft…Lesa meira

true

Hættir rekstri TK hársnyrtistofu

„Ég hef nú ákveðið að hætta rekstri TK hársnyrtistofu og verður síðasti opnunardagurinn á föstudaginn, 3. júní,“ segir María Júlía Jónsdóttir hársnyrtimeistari í Borgarnesi í samtali við Skessuhorn. „Síðustu tvo dagana verð ég með útsölu á hársnyrtivörum og býð allt með 40% afslætti,“ segir hún. Júlía keypti rekstur Tíkó af Svanhildi Valdimarsdóttur árið 2006, en…Lesa meira

true

„Það þurfa allir á góðu netsambandi að halda“

Ólína Gunnlaugsdóttir á Ökrum er eigandi og framkvæmdastjóri Samkomuhússins á Arnarstapa. Undanfarið hefur internetið verið henni hugleikið. Hún segir að netið sé orðið hluti af daglegu lífi fólks, sjálfsagður hlutur. Ferðamenn séu hættir að spyrja hvort það sé þráðlaust net á staðnum en biðji þess í stað bara um aðgangsorðið. „Ég man ekki eftir neinum…Lesa meira

true

Stefnt að opnun Krauma í byrjun júlí

Eins og Skessuhorn hefur áður greint frá standa yfir framkvæmdir við náttúrulaugar Krauma við Deildartunguhver. Fyrsta skóflustungan var tekin 26. apríl 2015, eða fyrir rétt rúmlega einu ári. Síðan hafa eigendur Krauma, hjónin Dagur Andrésson og Bára Einarsdóttir, og Sveinn Andrésson og Jóna Ester Kristjánsdóttir, haft í nógu að snúast. Blaðamaður rak inn nefið í…Lesa meira

true

Nýr eigandi tekinn við Hótel Framnesi

Eigendaskipti hafa orðið á Hótel Framnesi í Grundarfirði. Gísli Ólafsson hefur selt hótelið sem hann hefur rekið undanfarin ár. Hann mun þó áfram reka kaffihúsið Láka Kaffi ásamt hvalaskoðunarbunum Láka I og Láka II sem hann gerir út frá Grundarfirði og Ólafsvík. Rætt verður við Sigurkarl Bjart Rúnarsson eiganda fyrirtækisins sem tekur við rekstrinum í…Lesa meira

true

Handavinnuhúsið flutt í Hyrnutorg

Um liðna helgi var Handavinnuhúsið flutt um set í Borgarnesi. Verslunin hefur fram að þessu verið til húsa á Brákarbraut 3 en hefur nú flutt í Hyrnutorg þar sem Knapinn var síðast til húsa. Sigríður Karlsdóttir sagði í samtali við blaðamann Skessuhorns að verslunin hafi verið opnuð í nýju húsnæði strax í gærmorgun, þriðjudag. „Við…Lesa meira