Atvinnulíf

true

119 þúsund tonn veidd í ágúst

Fiskafli íslenska flotans var rúmlega 119 þúsund tonn í ágústmánuði síðastliðnum skv. tölum á vef Hagstofunnar. Er það fjórum prósentum meiri afli en í sama mánuði í fyrra. Botnfiskaflinn var rúm 33 þúsund tonn, sem er 28% aukning frá ágúst 2015 og þorskaflinn var 17 þúsund tonn, jókst um 41% miðað við sama mánuð í…Lesa meira

true

Norðurál og Landsvirkjun undirrita raforkusamning

Eins og greint var frá í maí síðastliðnum náðu Landsvirkjun og Norðurál samkomulagi um endurnýjun raforkusamnings fyrirtækjanna sem upphaflega var gerður árið 1997, á kjörum sem tengt verður markaðsverði í Norður-Evrópu. Var samningurinn sendur til forskoðunar hjá ESA, eftirlitsstofnun EFTA, en undirritun beið þess að forskoðun lyki. Henni er nú lokið með jákvæðri niðurstöðu ESA…Lesa meira

true

Elkem Ísland hlýtur gullmerki jafnlaunaúttektar PwC

Elkem Ísland hlaut á dögunum gullmerki jafnlaunaúttektar PwC á Íslandi. Samkvæmt jafnréttislögum ber atvinnurekendum að greiða konum og körlum jöfn laun fyrir jafn verðmæt störf og til að standast jafnlaunaúttektina þurfa fyrirtæki að sýna fram á að launamunur kynjanna sé undir 3,6%. Jafnlaunaúttekt PwC byggir á línulegri fjölbreytuaðhvarfsgreiningu. Sá launamunur sem situr eftir þegar tekið…Lesa meira

true

Segir að gera þurfi landið að einu strandveiðisvæði

Guðbrandur Björgvinsson frá Stykkishólmi hefur róið á báti sínum Arnari II SH á strandveiðum í sumar og gert út frá Ólafsvík. Hann segir í samtali viði Skessuhorn að þetta hafi verið skemmtilegur veiðiskapur. „Ég vil byrja á því að þakka sjávarútvegsráherra fyrir þá aukningu sem hann setti inn í kerfið í ár. Ég er sáttur…Lesa meira

true

„Þetta er alltaf rekið á sömu gömlu góðu kennitölunni“

Skipavík í Stykkishólmi er alhliða verktakafyrirtæki og þar starfa rúmlega 60 manns. Skessuhorn ræddi við Sævar Harðarson í síðustu viku, en hann hefur verið framkvæmdastjóri Skipavíkur síðan 1998, en sama ár keypti Sigurjón Jónsson meirihluta í félaginu. Eru þeir tveir eigendur fyrirtækisins í dag. Eins og nafnið gefur til kynna eru að sjálfsögðu smíðuð skip…Lesa meira

true

„Við kunnum að borða fíl – einn bita í einu“

Snemma árs festi Vélsmiðja Grundarfjarðar, í eigu Þórðar Magnússonar og Remigijus Bilevicius, kaup á húsnæði og tækjum Berg Vélsmiðju. Hóf Vélsmiðja Grundarfjarðar síðan rekstur 1. maí síðastliðinn og hefur verið starfrækt síðan. Skessuhorn leit við hjá þeim Þórði og Remigijus fyrir helgi og ræddi við þá um reynslu undangenginna mánaða. „Það er búið að vera…Lesa meira

true

„Leggjum áherslu á að gestirnir finni að þeir eru velkomnir“

Að Höfðagötu 11 í Stykkishólmi er starfrækt gistiheimilið Höfðagata Gisting. Má segja að það sé elsta starfandi gistiheimilið í bænum. „Eftir því sem ég best veit var hér fyrst Heimagisting Maríu, rekin af Maríu Bæringsdóttur frá 1992. María ákvað að hætta 2010, árið sem hún varð áttræð,“ segir Birna Elínbjörg Sigurðardóttir rekstrarstjóri, betur þekkt sem…Lesa meira

true

Skipuleggur alþjóðlega tækniráðstefnu í Hörpu

Nú í þessari viku, dagana 25. og 26. ágúst, fer fram tækniráðstefna í Hörpu í Reykjavík. Einn af skipuleggjendum ráðstefnunnar er Borgfirðingurinn Axel Máni Gíslason. Axel útskrifaðist úr Menntaskóla Borgarfjarðar árið 2012 og hélt eftir útskrift í tölvunarfræði í Háskólann í Reykjavík. „Ég valdi tölvunarfræðina af forvitni. Ég hafði lítið sem ekkert forritað þegar ég…Lesa meira

true

Hulda Birna Baldursdóttir er nýr framkvæmdastjóri KFÍA

Hulda Birna Baldursdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Knattspyrnufélags ÍA. Tekur hún við starfinu þriðjudaginn 1. nóvember næstkomandi af fráfarandi framkvæmdastjóra Haraldi Ingólfssyni. Þangað til mun hún taka þátt í einstökum verkefnum félagsins og kynna sér starfið. „Það er mjög spennandi að ganga til liðs við KFÍA á þessum tímapunkti. Ég þekki vel til félagsins, lék…Lesa meira

true

Fjölga súrálslögnum til álvers Norðuráls

Á fundi umhverfis-, skipulags- og náttúruverndarnefndar Hvalfjarðarsveitar 4. ágúst síðastliðinn var tekin fyrir umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir fjölgun súrálslagna í jörðu frá lóð Norðuráls á hafnarsvæði Grundartangahafnar. Fyrr í sumar hafði afgreiðslu málsins verið frestað þar sem beðið var eftir umsögnum frá Faxaflóahöfnum, Elkem Ísland, Meitli, Klafa, Vegagerðinni, RARIK, Mílu og Fjarskiptum. Nefndinni bárust engar…Lesa meira